Styðjum prófessor John Abraham

Prófessor John Abraham sá er hrakti málflutning Lord Monckton varðandi loftslagsmál í glærusýningu hefur nú lent í stormi Monckton o.fl. aðila. Abraham tók fullyrðingar Lord Monckton varðandi loftslagsmál og skoðaði þær í kjölin, með það fyrir augum að sjá hvort gögnin sem hann vitnaði í væru rétt og hvort eitthvað væri til í því sem Monckton heldur fram um loftslagsmál. Við mælum með glærusýningu Abraham – sem er virkilega afhjúpandi hvað varðar rökleysur Moncktons, (sjá nánar Abraham á móti Monckton). Í kjölfarið hefur Monckton svarað fyrir sig, bæði í einhverskonar skýrslu sem hann gaf út og á heimasíðu Anthony Watts (sem er þekktur “efasemdarmaður”). Hann virðist ekki ætla að fara þá leið að vera málefnalegur, heldur ræðst hann að manninum og stofnun þeirri sem hann vinnur við, Háskólann í St Thomas, Minnesota. Í pistli á heimasíðu Watts, gefur hann upp netfang Dennis J. Dease sem er yfirmaður við háskólann í St. Thomas og biður lesendur um að þrýsta á að kynning Abraham verði fjarlægð. Þessi aðferðafræði með að gefa upp netfang til þúsunda lesenda og þannig reyna að hafa áhrif á yfirvöld skólans þykir mörgum ekki mjög heiðarleg og hefur því verið gerð einhverskonar undirskriftarsöfnun til styrktar John Abraham. Á heimasíðu Hot-Topic er hægt að lesa nánar um þetta og skrifa undir í athugasemdir, síðan í gær hafa yfir 700 skrifað undir, sjá nánar Support John Abraham. Einnig hefur Facebook verið virkjuð til hins sama, sjá Prawngate: Support John Abraham against Monckton’s bullying. Sá er þetta skrifar hefur tekið þátt á báðum stöðum og langar að hvetja lesendur hér til hins sama.

Tengdar færslur á loftslag.is

Stuðningssíður:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.