Endurbirting áhugaverðrar færslu frá því í apríl
Í desember síðastliðinn hélt Dr. Richard Alley frá Penn State University fyrirlestur á ráðstefnu AGU (American Geophysical Union). Fyrirlesturinn vakti mikla lukku, enda er Alley einn af virtustu loftslagsvísindamaður heims og einstaklega skemmtilegur fyrirlesari. Við mælum með þessum fyrirlestri, en hann er um 45 mínútur – sérstaklega ef þú vilt skilja af hverju vísindamenn eru svo vissir um tengslin milli CO2 og loftslags jarðar.
Í fyrirlestrinum kennir ýmissa grasa, en Alley fer í gegnum jarðsöguna og fjallar um þá helstu áhrifaþætti sem hafa áhrif á loftslag – sólarorku, styrk gróðurhúsalofttegunda og örður og lofttegundir af völdum eldvirkni. Meginpunktur fyrirlesturins er sá að komin eru fram nokkuð góð sönnunargögn um að styrkur CO2 sé áhrifamesti stjórntakkinn í loftslagssögu jarðar. Hann nefnir auðvitað aðra áhrifaþætti, t.d. í sambandi við hlýskeið og kuldaskeið ísaldar og hvernig breytingar í sporbaug jarðar setja af stað breytingar sem breytir styrk CO2 – sem síðan magnar upp hitabreytingar jarðar (til kólnunar eða hlýnunar).
There’s no doubt that the ice ages are paced by the orbits… No way that the orbit knows to dial up CO2, and say ‘change’. So it shouldn’t be terribly surprising if the CO2 lags the temperature change. The temperature never goes very far without the CO2. The CO2 adds to the warming. How do we know that the CO2 adds to the warming? It’s physics!
En altént er þetta mjög skemmtilegur fyrirlestur, fyrir þá sem hafa áhuga á loftslagsbreytingum að fornu og nýju. Smellið á myndina hér fyrir neðan til að sjá fyrirlesturinn:
Tengdar færslur
Styrkur CO2 hærri til forna
Ráðgátan um ísöldina á Ordovician leyst?
Stormar fortíðar sýna vindasama framtíð
Súrnun sjávar hraðari en fyrir 55 milljónum ára
Leave a Reply