Eru tengsl loftslagsbreytinga og öfga í veðri ?

Á heimasíðu ClimateCentral.org, er færsla sem nefnist, Scientist Explores Links Between Extreme Weather and Climate Change. Þar fann ég þetta viðtal hér undir við Dr. Peter Stott hjá UK Met Office, þar sem hann svarar m.a. spurningum varðandi hitabylgjuna í Rússlandi og hvað veldur henni. Stott var aðalrannsóknaraðili rannsóknar sem kom út árið 2004 og fjallaði meðal annars um öfga í veðri og hvort að hnattræn hlýnun hefði áhrif á tíðni slíkra atburða.

Mig langar einnig að benda á íslensk blogg sem hafa fjallað um hitabylgjuna í Rússlandi á einhvern hátt nýlega. Fyrst langar mig að nefna bloggfærslu eftir Sigurð Þór Guðjónsson og færsluna, Hitabylgjan í Rússlandi, svo langar mig að nefna færslu eftir Emil Hannes Valgeirsson, Um hitabylgjur og hnattræna hlýnun, að lokum langar mig að benda á færslu eftir Einar Sveinbjörnsson, sem fjallar m.a. um gróðureldana sem eru við Moskvu, Moskva – helvíti á jörðu nú ? Þessar færslur nálgast hitabylgjuna í Moskvu á áhugaverðan hátt.

Peter Stott on Extreme Weather and Climate Change frá Climate Central á Vimeo.

Tengdar færslur á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.