Skoðanakönnun – Hvað lestu helst á loftslag.is?

Nú er kominn tími á að ljúka annarri skoðanakönnuninni á loftslag.is. Þegar við settum þessa síðustu skoðanakönnun í gang, þá var það m.a. til að fá lesendur til að velta spurningunni fyrir sér, þó ekkert svar kæmi fram. Þannig var tilganginum náð að okkar mati. En niðurstaðan í þessari óvísindalegu skoðanakönnunar er eftirfarandi og spurningin var þessi “Hversu mikið gerir þú til mótvægis – til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda?”:

Niðurstaða úr skoðanakönnun II

Þarna má sjá að 35% þáttakenda telur sig gera nánast ekkert og svo eru 10% sem telja sig gera lítið. Ef við skoðum hinn enda skalans, þá telja 19% af þáttakendum sig gera tiltölulega mikið en 29% nokkuð. Svo eru 7% sem segja hvorki né. Þessir möguleikar sem komu fram í könnuninni voru nokkuð huglægir, eins og sjá má, en eins og áður sagði, þá var þetta meira gert til að fá lesendur til að velta vöngum yfir þessu, án þess að þetta sé vísindalegt á nokkurn hátt. Þó má kannski geta þess að fleiri voru á því að þeir gerðu nokkuð eða tiltölulega mikið, en þeir lesendur sem sögðu lítið eða nánast ekkert, s.s. 48% á móti 45%, sem er þó alveg ábyggilega nokkuð fjarri því að teljast marktækt niðurstaða 😉

En með því að einni skoðanakönnun líkur, þá fylgir að sjálfsögðu ný í kjölfarið. Að þessu sinni er spurningin;

Hvað lestu helst á loftslag.is?“.

Hvað lestu helst á loftslag.is?

View Results

Loading ... Loading ...

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.