Við þekkjum öll hefðbundnar vindmyllur. Þær hafa reynst ágætlega víða um heim til raforkuframleiðslu, en eitt vandamál hefur oft verið nefnt til sögu þegar rætt er um þær og það er að þær eru að margra mati ljótar ásýndar. Til að reyna að finna ráð við þessu, þá hefur hópur hönnuða gert nýja tegund vindorkuvera, þar sem þeir fengu lánaðar nokkrar hugmyndir frá sjálfri náttúrunni.
Þessi nýja hönnun var gerð með það fyrir augum að verða hluti raforkulausnar við uppbyggingu bæjarins Masdar í Abu Dhabi. Vindstilkunum, eins og þeir eru kallaðir, á að svipa til kornakurs, en í staðin fyrir stilka kornsins, þá inniheldur akurinn 1.203, 55 metra háa stólpa sem eru kolefnistrefja styrktir. Hver fyrir sig eru þeir pakkaðir með þrýstirafs keramikdiskum og rafskautum. Þegar vindur blæs á stólpana framleiða rafskautin rafstraum, sem er svo geymdur á einhverju sem líkist batteríum og er staðsett undir akrinum. Á hverjum stólpa er ljósdíóða á toppnum, sem lýsir eftir því hvort stólpinn hreyfist eða ekki.
Hönnuðurnir segja að vindstilkaakrarnir ættu að geta framleitt álíka mikið af orku og sambærileg stærð af hefðbundnum vindmyllu svæðum. Jafnvel þó að hver hefðbundin vindtúrbína framleiði meira en hver stólpi fyrir sig, þá er hægt að hafa vindstilkana þéttar en hefðbundnar vindmyllur sem vegur á móti og gerir það að verkum að raforkuframleiðslan ætti að vera svipuð.
Það er spurning hvort að vindstilkar verði hluti lausnarinnar í endurnýjanlegri orku í framtíðinni og verður forvitnilegt að fylgjast með framþróun þeirra. Hönnuðirnir segja; “Þetta er unnið á kerfum sem nú þegar eru til og virka“, en hvað sem framtíðin ber í skauti sér fyrir þessa tilteknu hugmynd, verður að telja það jákvætt að unnið sé að framþróun lausna sem hugsanlega geta nýst í framtíðinni.
Heimildir:
- Windstalks Harvest Wind Energy In A Field
- Fields of Windstalks Harvest Kinetic Energy From the Wind (fleiri myndir)
Tengdar færslur á loftslag.is:
- Líftækniiðnaður gæti stuðlað að minni losun CO2
- Rafmagnsbílar
- Endurnýjanleg orka – Lausn mánaðarins (Vindorka I. hluti)
- Vindorka – II. hluti
- Skógrækt á Norðurhjara
Leave a Reply