Sólarorka | Heliotrope húsið

Þýski arkitektinn Rolf Disch hefur hannað sólarorkuheimili, sem nýtir ekki bara orkuna mjög vel, heldur framleiðir líka meiri orku en það notar. Húsið hefur fengið nafnið Heliotrope og það snýst um sjálft sig í takt við gang sólar á himninum og nær þannig að virkja eins mikið af sólarorku og mögulegt er.

Hið sívala Heliotrope er með þreföldu einangrunargleri á einni hlið sem þó er hannað til að hámarka það ljós sem kemst inn í húsið á daginn, sem og stórann sólarpanil á þakinu og einnig eru sólsafnarar á svölum.  Stóri þakpanillinn, einnig kallaður sólarseglið, er hannaður til að fylgja sólinni og veltur upp og niður eftir sólarhæð, þannig að hann á alltaf að vera í bestu stellingu til að fanga inngeislun sólar. Sú hreyfing sem er á sólseglinu er óháð snúningi hússins og gefur möguleika á allt að 30-40% betri virkjun orku en fastir sólarpanilar myndu gera.

Það eru mörg önnur umhverfisvæn atriði innbyggð í húsið, eins og vatnshreinsunarkerfi fyrir affallsvatn og vatnssöfnunarkerfi á þakinu til söfnunar á regnvatni. Þrjú Heliotrope hús hafa verið byggð, þar með talið frumgerðin, sem er núverandi heimili hönnuðarins Disch.

Heimildir og ýtarefni:

Tengdar færslur á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

Tags: ,

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.