Sólarorkuver í Ohio

Sólarorkuverið í Ohio - thephoenixsun.com

Staðsetning sólarorkuversins í Ohio - thephoenixsun.com

Næst stærsta sólarorkuverið austan Mississippi opnaði síðastliðin fimmtudag og framleiðir nú þegar næga raforku fyrir 1.500 heimili í Ohio. Þetta 12 MW sólarorkuver inniheldur 160.000 sólarpanila sem eru gerðir með þunnum sólarfilmum og nær verið yfir 34 hektara af fyrrum ræktarlandi í Ohio. Panilarnir voru framleiddir af sem er í Perrysburg, Ohio. Tæknin með þunnum filmum, sem notaðar eru í þessu sólarorkuveri er ódýrari en sílikon krystalla panilar sem eru hefðbundnari, en nýta orkuna þó ekki eins vel við rafmagnsframleiðsluna. En fyrirtækið sem fjárfesti í sólarpanilunum þótti verjandi að fara út í skiptin varðani nýtinguna. “Þunn filmu tæknin er einnig mjög vel til þess fallin að fanga lægri geislunarorku eða minni sólarstyrk eins og við sjáum oft á veturna”, sagði talsmaður fyrirtækisins, Curt Judy við sjónvarpstöð staðarins. Ohio stefnir að því að ná markmiði um að 12,5% af orku komi frá endurnýtanlegri orku, þar með talið sólarorku, fyrir árið 2025.

Hér undir má sjá myndband með stuttri frétt um sólarorkuverið.

Heimild:

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

Tags: ,

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.