HumanCar

Gleymið öllu um hybrid, rafmagn eða bíla knúna öðrum viðlíka orkugjöfum, nú er það bara spurning um að nota vöðvaaflið.

Aðal hugarfóstur bandaríska verkfræðingsins Charles Greenwood er bíll sem knúður er með allt að fjórum handföngum. Hugmyndin er að bílstjóri og farþegar togi og ýti á einhverskonar vogarstangir, sem minna á handföng á æfinga kappróðrartæki eða handknúna lestarútbúnaðinn sem maður sér oft í teiknimyndum þar sem hjólin eru knúin áfram með handafli. Í fyrstu fréttum af þessum bíl var sagt frá því að það væru holur í gólfinu eins og í Flint Stones, en það er víst ekki alveg rétt.

Hægt er að knýja bílinn áfram af aðeins einum eða tveimur persónum, en það getur væntanlega orðið þreytandi á lengri vegalengdum. Í framtíðinni verður einnig hægt að breyta bílnum í hybrid með því að tengja auka orkukerfi eins og rafmagn (eða jafnvel annarskonar eldsneyti þegar fram líða stundir) sem gerir bílinn upplagðan fyrir þá sem vilja ferðast yfir lengri vegalengdir eða verða bara þreyttir. Hvort þessi hönnun eigi eftir að slá í gegn meðal almennings er enn á huldu, en sjón er sögu ríkari, myndbandið hér undir sýnir gripinn í notkun.

Heimildir:

Tengdar færslur á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.