Meðal þeirra fullyrðinga sem heyrast er sú að þróun hitastigs sé lægra en spár hafi gert ráð fyrir. Sá sem er hvað frægastur fyrir svona fullyrðingar er Lord Monckton, en á grafi sem hann hefur gert er sýnd þróun hitastigs samanborið við spár IPCC, og lítur grafið einhvern vegin út, eins og myndin hér við hliðina sýnir.
Að undanförnu hafa margir skoðað nálgun Monckton við loftslagsvísindin og það virðist ekki vera margt sem stenst nánari skoðun hjá honum, sjá m.a. efni af loftlsag.is, í tenglunum hér í lok færslunnar.
Heimasíða sem nýlega hóf göngu sína og nefnist Fool Me Once hefur einmitt tekið fullyrðingar eins og þessar sem Monckton hefur verið iðinn við að setja fram og skoðað þær nánar. Í nýjustu færslunni, fer Alden Griffith yfir þá fullyrðingu Moncktons, að þróun hitastigs sé lægra en spár gera ráð fyrir. Það þarf nú varla að taka það fram að (venju samkvæmt, liggur mér við að segja) þá hefur Monckton rangt fyrir sér. Griffith setur upp glærusýningu þar sem er mjög þægilegt að fylgjast með röksemdum hans sem og gögnunum sem hann setur þar fram.
Hægt er að nálgast glærusýningu Griffith á heimsíðunni hans Fool Me Once, í færslunni (gott er að gefa glærusýningunni eitt augnablik til að hlaðast upp, síðan á þetta að ganga nokkuð smurt):
Tengdar færslur á loftslag.is
- Abraham á móti Monckton (heimildir og gögn Moncktons skoðuð í þaula)
- Ósérhæfðir sérfræðingar
- Hrakningar Lord Monckton – 1. hluti
- Hrakningar Lord Monckton – 2. hluti
- Hvað er rangt við þetta graf?
- Styðjum prófessor John Abraham
- Rökleysur loftslagsumræðunnar
Mjög vel unnið hjá Griffith. Ég horfði á eldri myndböndin hans líka. Annað þeirra fjallar um ísinn á norðurskautinu og hitt um hvort hlýnun jarðar hafi stöðvast. Sláandi bæði tvö.
Jamm, mjög áhrifarík myndbönd.