19. september – Opnun Loftslag.is – 55.000 dagar

Þann 19. september mun þessi heimasíða opna með formlegum hætti. Hún er ætluð sem upplýsingaveita um loftslagsbreytingar, orsakir og afleiðingar þeirra, ásamt hugsanlegum lausnum. Hér verða fréttir úr vísindaheiminum er varða loftslagsmál. Bloggfærslur ritstjórnar verða fastir liðir ásamt gestapistlum. Við munum leitast við að fá gestapistla um efni tengt loftslagsmálum á síðuna. Sagt verður frá ýmsum málefnum er varða þetta efni, ásamt myndböndum og ýmiskonar tenglum sem fjalla um málefnið. Farið verður yfir helstu vísindalegu hugmyndir á bakvið fræðin, þar sem farið er í kenninguna, afleiðingarnar, lausnirnar ásamt ýmsum spurningum og svörum og síðast en ekki síst verða mýtur í loftslagsmálum skoðaðar. Þessar síður eru í vinnslu en hægt er að kíkja á þær hér á síðunum að einhverju leiti fram að opnun. Eftir opnunina þann 19. september verður opnað fyrir athugasemdakerfið í fréttunum og blogginu og miðillinn verður lifandi með virkri þátttöku lesenda. Opnunin verður formlega klukkan 18 þann 19. september.

Svante Arrhenius, þriðji frá vinstri í efri röð

Svante Arrhenius, þriðji frá vinstri í efri röð

19. september var valin vegna þess að þá eru liðnir 55.000 dagar frá fæðingu Svante Arrhenius. Hann var einn af þeim fyrstu sem gerði tilraun til að reikna út hugsanleg áhrif á aukningu koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Hann fæddist þann 19. febrúar árið 1859 og dó 2. október 1927.

Arrhenius áætlaði að við tvöföldun koldíoxíðs í andrúmsloftinu myndi hitastig hækka um 5-6°C, síðar lækkaði hann mat sitt, sama tala hjá IPCC er á bilinu 2-4,5°C. Það má kannski segja að hann sé einn af frumkvöðlum kenningarinnar um gróðurhúsaáhrifin. Arrhenius verður því einskonar verndari síðunnar.

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.