Hnattræn hlýnun upp á borðum…

Í þessu myndbandi frá Greenman3610 (Peter Sinclair) skoðar hann m.a. sára einfalda tilraun sem hægt er að gera heima hjá sér og sýna þannig fram á áhrif gróðurhúsalofttegunda á hitastig. Svona tilraun er í raun hægt að gera með tiltölulega litlum tilkostnaði og án þess að þurfa neina sérstaka sérþekkingu til.

Peter Sinclair er fyrir að kalla hlutina nöfnum, sem að hans mati passa við tilefnið, og notar hann því t.d. orðið afneitunarsinni (e. denier) án þess að blikna. Jæja, en lítum nú á hans eigin lýsingu á myndbandinu:

Það koma enn afneitunarsinnar til mín og segja mér að það séu engar sannanir fyrir áhrifum CO2 í andrúmsloftinu. En í raun er hægt að sýna fram á eiginleika CO2 með einföldum verkfærum. Svo einföldum, í raun, að barn gæti gert það.

En vindum okkur því næst í myndbandið og þennan barnaleik sem hægt er að reyna heima ef áhugi er fyrir hendi.

Ítarefni

Hægt er að nálgast fleiri myndbönd eftir Greenman hér á loftslag.is:  Greenman3610.

Tengt efni á loftslag.is:

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.