Í þessu myndbandi frá Greenman3610 (Peter Sinclair) skoðar hann m.a. sára einfalda tilraun sem hægt er að gera heima hjá sér og sýna þannig fram á áhrif gróðurhúsalofttegunda á hitastig. Svona tilraun er í raun hægt að gera með tiltölulega litlum tilkostnaði og án þess að þurfa neina sérstaka sérþekkingu til.
Peter Sinclair er fyrir að kalla hlutina nöfnum, sem að hans mati passa við tilefnið, og notar hann því t.d. orðið afneitunarsinni (e. denier) án þess að blikna. Jæja, en lítum nú á hans eigin lýsingu á myndbandinu:
Það koma enn afneitunarsinnar til mín og segja mér að það séu engar sannanir fyrir áhrifum CO2 í andrúmsloftinu. En í raun er hægt að sýna fram á eiginleika CO2 með einföldum verkfærum. Svo einföldum, í raun, að barn gæti gert það.
En vindum okkur því næst í myndbandið og þennan barnaleik sem hægt er að reyna heima ef áhugi er fyrir hendi.
Ítarefni
Hægt er að nálgast fleiri myndbönd eftir Greenman hér á loftslag.is: Greenman3610.
Tengt efni á loftslag.is:
- Þess vegna hækka gróðurhúsalofttegundir hitastig
- CO2 – áhrifamesti stjórntakkinn
- Rostungar í vanda ?
- Jörðin er kolefnissvelt – Umfjöllun um mýtu
- Hvað er vitað um loftslagsbreytingar?
Fyrirspurn. Það hefur verið sett takmark að hitastig jarðarinnar hitni ekki meira en 2gráður, en miðað við að hitastigið var tölvert fyrir neðan það á þessu ári og við sjáum ótrulegar nátturuhamfarir, eru menn ekki að vanmeta hvaða áhrif þessi hlýnun getur haft á lífið á jörðini?
Ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um þá öfga sem hafa verið í veðri, t.d. í Rússlandi, Afganistan og fleiri stöðum í ár. Það er alltaf erfitt að taka ákveðna öfga út og segja þá orsakast beint af hnattrænni hlýnun. Margt bendir til að þessir öfgar aukist við hnattræna hlýnun – en erfitt getur reynst að sannreyna það tölfræðilega.
Hitt er annað mál að ef að leitnin í þessum öfgum heldur áfram þá geta öfgarnir farið að segja til sín og það er nokkuð sem sumar rannsóknir benda til.
Margt bendir t.d. til þess að tvær gráður (frá því fyrir iðnbyltingu) sé of mikið (samanber færsluna Tvær gráður of mikið), en hvort að öfgar í veðrinu við þá hlýnun muni skapa meiri usla en í ár, er erfitt að segja til um – en líklegt er þó að öfgar verði algengari.
Þróunin er ör í þessum fræðum og nákvæmni loftslagslíkana stöðugt að batna (auk þess sem menn eru farnir að rýna í gögn svæðisbundið) – en til þess að sjá ýmsa öfga í loftslagslíkönum, þá þarf upplausnin að vera mikil (og það þarf gríðarlega öflugar tölvur til að keyra þá reikninga).
Sjá t.d. NASA | Stórtölvutækni og loftslagslíkön, Hitabylgjur í Evópu og Tíðni hitabylgja gæti aukist í Bandaríkjunum
global warming er lygi….. hönnuð til að allar þjóðir heimsins borgi svokallaðan “carbon tax” kannski finnst ykkur þap vera góð hugmund að trúa öllu þessu rugli sem þíð setjið fram á .essari ómerkilegu síðu… fáfræðin er þvílik herna að eg gæti gubbað.[Ef þú hefur eitthvað málefnalegt að segja, gjörðu svo vel, en ómálefnalegar athugasemdir verða ekki liðnar – Mbk. Ritstjórn loftslag.is]