Hitastigsþróun á jörðinni síðustu 12 þúsund ár má lesa út úr myndinni hérundir:
Á þessari mynd má sjá þróun hitastigs frá síðustu ísöld og fram til nútíma samkvæmt proxígögnum frá ýmsum stöðum. Svarta línan er meðaltal proxígagna sem unnin eru út frá 8 mismunandi gagnasöfnun sem eru sýnd með hinum línunum og er notast við gögn frá ýmsum stöðum í heiminum sem eru unnin með nokkrum aðferðum, sjá nánar hér. Eins og sjá má er meðalhitastig í heiminum 2004 merkt þarna inn og er það nokkuð hátt miðað við hitastig síðustu árþúsunda. Ef litið er á þróunina frá því fyrir u.þ.b. 8 þúsund árum, má sjá að hitastigið lækkar jafnt frá þeim tíma fram til u.þ.b. byrjun 20. aldar. Punktalínan er meðalhitastig á miðri síðustu öld. Það ber að taka það fram að með proxígögnunum er ekki hægt að sýna hitastigið í betri upplausn en sem 300 ára meðaltalshitastig (sjá nánar hér), en hitastigið 2004 er hitastigið á því eina ári, og því er beinn samanburður á þessum tölum ekki alveg borðliggjandi, vegna mismunandi aðferðafræði.
Heimildir:
- Wikipedia – Temperature record
- Mynd – http://en.wikipedia.org/wiki/File:Holocene_Temperature_Variations.png
Tengt efni á loftslag.is:
Leave a Reply