Mýta: Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum.
Þessi mýta virðist miða að því að fyrst vísindamenn séu ekki sammála um ástæður hlýnunarinnar þá sé ekki ástæða til að gera neitt í málunum. Ein sterkasta grunnstoðin í kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum er skýrsla IPCC, en þar tóku vísindamenn aðildarlanda sameinuðu þjóðanna sig saman og gerðu einskonar úttekt á stöðunni. Því er skýrsla IPCC oft skotmark þessarar mýtu og hún dregin í efa á þeim forsendum að “fjölmargir”vísindamenn sem tóku þátt í gerð hennar séu afhuga henni núna.
Það skal tekið fram að það er ekki sérlega vísindalegt að vera sammála – vísindamenn eru sífellt að reyna að hrekja ríkjandi kenningar – aftur á móti er það samhljóða álit vísindamanna nú að ekkert hefur enn komið fram sem hrekur kenninguna.
Nýleg skoðunakönnun
Síðastliðinn janúar var gerð skoðunakönnun meðal vísindamanna (Doran 2009) og niðurstaðan borin saman við gallúp könnun frá 2008. Höfundar könnunarinnar spurðu 3114 jarðvísindamenn eftirfarandi spurningu:
Do you think human activity is a significant contributing factor in changing mean global temperatures?
Lauslega þýtt: “Telur þú að mannlegar athafnir sé stórvægilegur þáttur í að breyta hnattrænum meðalhita jarðar?” Höfundar flokkuðu síðan vísindamennina niður eftir því hvort þeir voru virkir í að birta greinar, hvort þeir voru sérfræðingar í loftslagsfræðum og slíkt. Niðurstaða könnunarinnar má sjá hér:
Í könnuninnni kom fram að eftir því sem virkni rannsókna var meira og því meiri sem þeir unnu beinlínis við rannsóknir á loftslagi og loftslagsbreytingum, því líklegri voru þeir til að telja að hlýnunin væri af mannavöldum, einungis 58% almennings var á sömu skoðun. Lokaorð þeirra er:
It seems that the debate on the authenticity of global warming and the role played by human activity is largely nonexistent among those who understand the nuances and scientific basis of long-term climate processes. The challenge, rather, appears to be how to effectively communicate this fact to policy makers and to a public that continues to mistakenly perceive debate among scientists.
Lauslega þýtt: “Það virðist sem rökræðan um ástæður hnattrænnar hlýnunar og hlutverk mannlegra athafna í henni sé lítil sem engin á meðal þeirra sem eru framarlega í að skilja vísindalegan grunn í langtíma loftslagsferlum. Helsta áskorunin viðist vera hvernig hægt er að koma þeim staðreyndum til yfirvalda og til almennings sem virðist enn halda að það séu enn rökræður um málið meðal vísindamanna.”
Niðurstaða
Ekkert bendir til að vísindamenn séu almennt ósammála um að það sé að hlýna af mannavöldum – þeir fáu sem ósammála eru hafa ekki getað bent á aðrar skýringar fyrir hlýnun jarðar – rök þeirra hafa verið hrakin. Því er hið almenna samhljóða álít nokkuð traust.
Heimildir og frekari upplýsingar:
Hér eru skýrsla sem sýnir úttekt á niðurstöðum vísindamanna á íslensku: Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi
Niðurstaða könnunarinnar má sjá hér: Examining the Scientific Consensus on Climate Change (Doran 2009). Gallúp könnunina má sjá hér: 2008 Gallúp.