COP15

Merki COP15 í Kaupmannahöfn

Merki COP15 í Kaupmannahöfn

COP15 (15th Conference of the Parties) er ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Ráðstefnan er haldin í Kaupmannahöfn, dagana 7.-18. desember í ár. Þar á m.a. að taka ákvarðanir varðandi mótvægisaðgerðir vegna loftslagsbreytinga eftir 2012. Þarna koma saman margir  sérfræðingar frá fjölda mörgum þjóðlöndum. Þau lönd sem taka þátt í ráðstefnunni eru í UNFCCC (United NationsFramework Convention on Climate Change). Þetta er 15. ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. COP14 var haldin í Poznan í Póllandi og COP13 var haldin á Balí í Indónesíu.

About the Author

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.