Þessar mýtur um orkumál tilheyra ekki allar umræðunni á Íslandi. Þessar mýtur eru til vitnis um hvernig umræðan erlendis er á mörgum sviðum er varða orkumál.
Mýta 1 – Sólarorka er of dýr til að vera nothæf í stórum stíl
Sólarpanelar sem helst eru í notkun í dag eru stórir og á tíðum klunnalegir og ná aðeins að nýta um 10% af sólarorkunni. En hröð þróun og nýbreytni, m.a. í Bandaríkjunum, hefur í för með sér að næsta kynslóð sólarpanela verður mun þynnri og mun nýta sólarorkuna betur og með minni kostnaði. First Solar, sem er stærsti framleiðandi af þunnum sólarpanelum, heldur því fram að vörur þeirra geti fyrir 2012 framleitt orku á sama verði og stór orkuver. Mörg önnur fyrirtæki eru að vinna við þróun á nýjum aðferðum við að beysla sólarorkuna.
Mýta 2 – Vindorka er ekki áreiðanleg
Árið 2008 voru tímabil þar sem vindorka framleiddi um 40% af raforku Spánar. Hluti Norður-Þýskalands framleiðir meiri raforku heldur en þörf er á þar. Í Norður-Skotlandi væri auðveldlega hægt að framleiða um 10-15% af allri raforkuþörf Breta á svipuðu verði og í orkuverum sem brenna kolefni.
.
Mýta 3 – Nýting orku sjávar er komin í blindgötur
Að byggja og hanna mannvirki og vélar sem þola þá miklu strauma sem eru í hafinu, hefur reynst mikil áskorun. Það hafa á síðustu áratugum orðið mikil vonbrigði með misheppnaðar tilraunir í þessa veru. Árið 2008 var firsta árangursríka tenging sjávarfallsvera við breska raforkukerfið. Einnig er verið að setja upp stórt ölduorkuver 5 km út af ströndum Portúgals.
Mýta 4 – Kjarnorkuver eru ódýrari en önnur raforkuver sem losa lítið af kolefni
Nýr hluti kjarnorkuvers sem er byggingu á eyjunni Olkiluoto í vesturhluta Finnlands er gott dæmi um hversu hár og óútreiknanlegur kostanður við byggingu kjarnorkuvera getur verið. Kostnaður við verið hefur líklega u.þ.b. tvöfaldast frá upprunalegu áætluninni. Nýtt kjarnorkuver í Normandy virðist eiga við svipuð vandamál að stríða. Sjá nánar á Wikipedia.
Mýta 5 – Rafmagnsbílar eru hægfara og ljótir
Þróun rafmagnsbíla er komin langt í dag. Stutt er í að afköst þeirra verði viðlíka venjulegum bílum. Sportrafmagnsbíllinn Tesla, sem er rafmagnsbíll, seldur í Bandaríkjunum, hefur komið fólki á óvart vegna góðrar hröðunar og hönnunar. Bíllinn er enn tiltölulega dýr, en sýnt hefur verið fram á að hægt er að gera bæði spennandi og eftirsóknarverðan rafmagnsbíl.
Mýta 6 – Bíóeldsneyti er alltaf skaðlegt umhverfinu
Framleiðsla bíóeldsneytis hefur í sumum tilfellum verið nánast hörmung. Framleiðslan hefur í sumum tilfellum valdið hungri og meiri skógareyðingu, þar sem bændur hafa sótt í meira land til að rækta uppskeruna. Þrátt fyrir þessi mistök í fyrstu kynslóð bíóeldsneytis, þá er ekki hægt að útiloka notkun bíóeldsneytis um alla framtíð. Innan fárra ára verður væntanlega hægt að breyta úrgangi frá m.a. landbúnaði í eldsneyti, með því að breyta sellulósa í einföld efnasambönd vetnis og kolefnis.
Mýta 7 – Loftslagsbreytingar hafa í för með sér að við verðum að framleiða meiri lífrænan landbúnað
Flestar rannsóknir sýna fram á að uppskeran af lífrænt ræktuðum afurðum er minni en hægt er að ná með hefðbundnum aðferðum. Ef ekki verður hægt að auka uppskeruna þá er vísbendingin sú, að við getum ekki framleitt mat fyrir alla og staðið undir framleiðslu af sellulósa til eldsneytisframleiðslu, nema með hefðbundnum aðferðum.
Mýta 8 – Heimili sem eru framleidd og byggð með það fyrir augum að losa ekki kolefni í andrúmsloftið er besta leiðin til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá byggingum
Byggingar standa á bakvið hlutfallslega mikið af losun heimsins af gróðurhúsalofttegundum. Heimili eru þ.a.l. mikilvæg einstök uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda. Sú aðferð að gera byggingar algerlega lausar við losun kolefnis er mjög dýr og það að einblína aðeins á það eina prósent af heildarmagni húsa sem eru í nýbyggingu, hefur engin áhrif á hin 99 prósentin. Í Þýskalandi hefur blönduð aðferð, þar sem ódýr lán og hvatning hefur gefið góðan árangur, til að fá fólk til að gera upp eldri hús með að fyrir augum að laga losun frá heimilum og það á skynsömu verði.
Mýta 9 – Skilvirkustu raforkuverin eru stór
Ný tegund af litlum samsettum hita- og raforkuverum hafa með góðri skilvirkni náð miklum árangri í að nýta betur orkuna sem notuð er við rafmagnsframleiðslu og hafa möguleika á að ná nánast sömu skilvirkni og stór rafmagnsver. Þessi tækni er nú að verða nógu smá til að hægt sé að koma henni við, á almennum heimilum. Þar sem rafmagn er framleitt og hitinn sem myndast er notaður til upphitunar.
Mýta 10 – Allar áformaðar lausnir til að takast á við loftslagsbreytingar þurfa að vera hátæknilegar
Hagkerfi í framförum eru gagntekin af því að finna hátæknilegar lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Margar þessara lausna eru dýrar og geta valdið öðrum vandamálum en þeim sem þau leysa. Kjarnorka er gott dæmi. Það getur jafnvel verið ódýrara og árangursríkara að leita eftir einföldum lausnum sem draga úr losun eða jafnvel aðferðum sem losa fyrirliggjandi kolefni úr andrúmsloftinu.