Loftslagsbreytingar

Hvað eru loftslagsbreytingar?

Loftslag jarðar hefur alla tíð verið breytingum háð. Það hafa komið ísaldir og hlýskeið til skiptis í sögu jarðar. Vísindamenn hafa í dag áhyggjur af því að hin náttúrulega sveifla loftslagsins sé að breytast vegna athafna mannsins. Hér er því helst verið að tala um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þ.e. þær breytingar á loftslagi sem losun gróðurhúsalofttegunda hefur valdið. Ekki má þó blanda saman veðurfyrirbærum og loftslagsbreytingum. Veður er staðbundið og getur verið miklum breytingum háð yfir skamman tíma. Loftslag er einskonar meðaltals ástand plánetunnar yfir lengri tíma. Til nánar glöggvunar er hægt að benda á síðurnar loftslag fyrri tíma, afleiðingar og loftslag framtíðar.

About the Author

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.