Hver er aðal gróðurhúsalofttegundin?
Loftraki í andrúmsloftinu hefur mikil áhrif á hitastig. Það er þó talið að það hafi verið jafnvægi í hlutfalli loftraka í andrúmsloftinu til lengri tíma. Koldíoxíð er aðal gróðurhúsalofttegundin sem losuð er vegna athafna mannsins. Hlutfall koldíoxíðs í andrúmsloftinu er mælt í hlutum á hverja milljón (ppm, parts per million). Hlutfallið var 280 ppm fyrir iðnbyltinguna en er nú komið í u.þ.b. 386 ppm. Þegar búið er að bæta áhrifum annarra gróðurhúsalofttegunda eins og t.d. metans, þá er hægt að reikna sig fram að svokölluðum jafngildings áhrifum, sem eru sambærileg við koldíoxíðsáhrifinn (allir þættir lagðir saman), þá eru áhrifin á við um 440 ppm af koldíoxíði í lofthjúpnum.