Leiðbeiningar um uppsetningu R

Farið á www.r-project.org.

Veljið CRAN til vinstri á síðunni. Veljið spegil (mæli með Danmörku, niðurhal þaðan gengur yfirleitt hratt). Veljið stýrikerfi (sjá neðar), keyrið innsetningarforritið og notið.

Linux notendur velja rétta dreifingu og rpm. Einnig er líklegt að yum eða synaptic geti einnig sótt útgáfu af R. Þeir sem eru alvöru Linux notendur sleppa því að skoða stýrikerfi og hlaða niður frumkóðanum og þýða. Configure og make svínvirka yfirleitt og /user/local/ er góð rót til að geyma forritið.

Mac OSX velja pakka eða dmg. Skiptir ekki miklu máli hvort er valið, innsetningarforritið nær í það sem vantar. Ég náði í dmg á sínum tíma, og það virkaði.

Windows: Velja base og velja svo Download efst á síðunni. Innsetningarforritið sér um afganginn.

Til að byrja með

Til eru margir leiðbeiningabæklingar og kennslubækur um R. Yfirlit er aðgengilegt frá R síðunni (www.r-project.org). Vinstra megin á síðunni er dálkur sem heitir Documentation  og þar eru m.a.  Manuals (sem mættu vera betri) og Wiki (sem er stórgott). Á CRAN er einnig yfirlit um “utanaðkomandi” rit á http://mirrors.dotsrc.org/cran/other-docs.html Fyrir þá sem lesa dönsku er mjög góður bæklingur á http://matdat.life.ku.dk/R-noter/download/, upplýsingar um hann eru á  http://matdat.life.ku.dk/R-noter/.

[Þetta forrit er hjálparforrit sem rætt er um í gestapistli Halldórs Björnssonar; Að sannreyna staðhæfingar]

About the Author

Halldór Björnsson. Menntun: Doktorspróf í haf- og veðurfræði frá McGill háskóla í Montreal, Kanada. Sérþekking: Veðurfarsfræði. Helstu verkefni: Úrvinnsla veðurfarsgagna, rekstur reiknilíkana (hafhringrás og hafís), þróun hugbúnaðar og rannsóknir.