CO2 er ekki mengun

Mýta: CO2 er ekki mengun.

Þessi mýta er fyrst og fremst notuð sem rök til að koma í veg fyrir mótvægisaðgerðir oft samhliða mýtunni Aukning CO2 í andrúmsloftinu er góð. Þá er oft sagt í sömu andrá að CO2 sé náttúrulegt og lífsnauðsynlegt – sem er rétt – og því fá þessar mýtur tvær oft nokkuð góð viðbrögð hjá fólki.

Skilgreining á mengun

mengun ar KVK: -skaðlegar breytingar í umhverfinu, einkum vegna umsvifa mannsins, geta haft áhrif á heilsufar manna og lífríkið 

Skoðum þessa skilgreiningu aðeins betur – lið fyrir lið:

Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd fengin af earthtrends.wri.org. Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd fengin af earthtrends.wri.org.

Í júlí árið 2008 kom út skýrsla fyrir Umhverfisráðuneytið um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi og þar er eftirfarandi texti:

Margir ólíkir þættir geta valdið breytingum á náttúrulegum kerfum. Sumir eru af mannavöldum en þó ekki loftslagstengdir. Sem dæmi um slíka þætti má nefna hnignun landgæða, skógareyðingu, mengun og vöxt þéttbýlis. Áhrif slíkra þátta þarf að greina frá áhrifum loftslagsbreytinga. Þegar jörðin er skoðuð í heild sinni er líklegt að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi þegar haft merkjanleg áhrif á umhverfi og mörg vistkerfi

Höldum áfram:

  • Vegna umsvifa mannsins: Einnig er vitað að aukningin á CO2 er af völdum bruna jarðefnaeldsneytis og landnotkunar, þ.e. af mannavöldum
Útblástur CO2 vegna bruna jarðefnaeldsneytis frá 1800 og fram til ársins 2004. Útblástur CO2 vegna bruna jarðefnaeldsneytis frá 1800 og fram til ársins 2004.

 Höldum áfram:

  • Hafa áhrif á heilsufar manna og lífríki: Vísindamenn sýna daglega fram á það með nýjum rannsóknum að loftslagsbreytingar eða súrnun sjávar hafa áhrif á heilsufar manna og lífríkið

Hér eru nýlegar fréttir um áhrif á lífríki:

Í fyrrnefndri skýrslu umhverfisráðuneytisins segir ennfremur um tengsl við heilsufar:

Einnig má merkja áhrif loftslagsbreytinga á þætti tengda heilsufari, svo sem á dauðsföll vegna sumarhita í Evrópu, frjókornaofnæmi utan hitabeltisins á norðurhveli jarðar og smitleiðir farsótta á sumum svæðum

Niðurstaða

Það skiptir ekki máli, þegar verið er að skilgreina eitthvað efni sem mengandi, hvort það er til í náttúrunni eða ekki – það getur þess vegna verið lífsnauðsynlegt, eins og CO2 er. Það að magn CO2 hefur aukist það mikið af völdum manna að það er farið að skaða umhverfið – vistkerfin – og þar með farið að hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. Í núverandi magni er CO2 nú þegar talið vera orðið mengandi efni og farið að hafa töluverð áhrif á samfélag manna og lífríkis.

Að lokum má benda á að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (Environmental Protection Agengy – EPA) skilgreindi CO2 sem mengun í fyrsta skipti í fyrra. 

Ítarefni:

Umhverfisstofnun Íslands: Hnattræn mengun
Skýrslan sem gefun var út fyrir Umhverfisráðuneytið: Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi
Vísindavefurinn: Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA), um mengandi gróðurhúsalofttegundir: Endangerment and Cause or Contribute Findings for Greenhouse Gases under the Clean Air Act

About the Author

Áhyggjumaður um loftslagsmál