Sjávarstöðubreytingar

Yfirborð sjávar hækkaði á bilinu 10-20 cm á síðustu öld. Talið er að sjávartsaðan fari hækkandi og talið er að yfirborð sjávar hækki um u.þ.b. 3 mm á ári um þessar mundir. Sem er um 30 cm á 100 árum. Það eru þó til ýmsar spár sem reikna með öðrum framtíðarmyndum. Frá árinu 0 til um 1870 er talið að sjávarstaðan hafi verið nokkuð stöðug. Það þarf þó að taka fram í sambandi við það að ekki eru til nákvæmar mælingar frá tímanum fyrir 1870. Hérundir er mynd sem sýnir þróun hækkunar yfirborðs sjávar frá 1870 til í dag og svo feril sem sýnir að einhverju leiti þær spámyndir sem til eru fyrir framtíðina. Það er tvennt sem veldur því að sjávarstaðan hækkar. Það er í fyrsta lagi sú staðreynd að hafið þennst út við hærra hitastig og það veldur hækkun sjávarborðs. Í öðru lagi veldur bráðnun jökla hækkun sjávaryfirborðsins. Nánar er hægt að lesa um þetta hér, ásamt nánari úttekt um sjávarstöðubreytingar á síðum okkar.

About the Author

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.