Loftslag.is

Tag: Fréttir

  • Frétt: Stærsta vindorkuver í heimi hóf starfsemi í Danmörku

    Stærsta vindorkuver heims hóf starfsemi í Danmörku síðastliðinn fimmtudag. Yfir 200.000 dönsk heimili geta búist við að rafmagn til heimilisins komi frá vindmylluorkuverinu Horns Rev II, sem statt er um 30 km. undan ströndum Danmerkur. Raforkuframleiðsla versins verður u.þ.b. 2,2% af heildarnotkuninni í konungsríkinu eða um 800 Gw/h árlega. Um 20% af allri raforkuþörf Danmerkur er nú framleidd með vindmyllum. Það kom fram í máli Connie Hedgaard umhverfis- og orkumálaráðherra Dana, að á næstu árum eru áætlanir um að 3-falda raforkuframleiðslu á grunnsævinu umhverfis Danmörk.

    Horns Rev II undan strönd Danmerkur
    Horns Rev II undan strönd Danmerkur
  • Frétt: Minnkandi losun koldíoxíðs í orkugeiranum í Bandaríkjunum vegna veiks efnahags

    Samkvæmt tölum frá EIA (Energy Information Administration) þá mun losun á koldíoxíði í orkugeiranum í BNA minnka um 6,0 %  á árinu 2009. Þetta er talið vera vegna þess að efnhagur landsins er veikur nú um stundir sem hefur áhrif á orkunotkun. Samkvæmt útreikningum þá er þetta um 8,5 % undir 2005 losun koldíoxíðs á orkusviðinu. Orkugeirin í BNA stendur á bakvið stóran hluta af losun koldíoxíðs í landinu. Hérundir sést hvernig breytingin hefur verið hlutfallslega, eftir því hvaðan losunin kemur. Það sem vekur athygli í tölunum er að notkun kola virðist hafa dregist meira saman en aðrir þættir. Spáin fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að það verði aftur aukning í losun koldíoxíðs í orkugeiranum á milli ára. Samkvæmt orkufrumvarpinu sem liggur fyrir hjá Bandaríkjaþingi þá er þessi minnkun á losun koldíoxíðs í ár, er um helmingurinn af þeirri minnkun sem samkvæmt orkufrumvarpinu þarf að nást fyrir 2020.

    Hlutfallsleg breyting á losun koldíoxíðs á milli ára eftir uppsprettu
    Hlutfallsleg breyting á losun koldíoxíðs frá orkugeiranum í BNA á milli ára eftir því hvaðan losunin kemur. Fengið af heimasíðu EIA.