Eru til sönnunargögn fyrir hnattrænni hlýnun?
Beinar mælingar á hitastigi eru til frá seinni hluta 19. aldar og þær sýna að meðalhiti jarðar hefur hækkað um ca. 0,6°C á 20. öldinni, sjá einnig 20 heitustu árin. Yfirborð sjávar hefur hækkað um á milli 10-20 sm. Sú hækkun er talin vera að mestu leiti vegna hitaþennslu sjávar. Margir jöklar eru að hopa og ísinn á Norðupólnum er að þynnast, sjá einnig afleiðingar. Þetta eru frávik sem sjást, en þó eru dæmi um jökla sem skríða fram og svæði á Suðurskautslandinu sem eru að kólna svo dæmi séu tekin. Rannsóknir sýna einnig að tegundir landplantna og dýra (á norðurhveli jarðar) hafa færst um 6,1 km norðar á hverjum áratug og 6,1 m hærra yfir sjávarmál en áður. Sömu rannsóknir sýna að jafnframt hafa árstíðirnar færst um 2,3 – 5,1 dag á hverjum áratug á síðustu 50 árum. Þessar breytingar eru marktækar og fylgjast í hendur við mælda hitabreytingu á sama tíma.