Sameiginlegt álit vísindamanna

Er almennt samkomulag á milli vísindamanna um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga?

consensusMeirihluti loftslagsvísindamanna aðhyllast þá kenningu að aukning gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hafi áhrif til hlýnunar á jörðinni. Hnattræn hlýnun er raunveruleg og því til vitnis þá eru t.d. öll árin eftir 2000 á listanum yfir heitustu ár frá því mælingar hófust. Það sem vísindamenn hafa helst rökrætt er hversu stór áhrifin eru. En stór meirihluti vísindamanna sem rannsaka þessi mál eru sammála um að athafnir mannanna séu drífandi afl í þeim breytingum sem hafa orðið á hitastigi jarðar á síðustu áratugum. Þar má sem dæmi nefna vísindamenn hjá World Meteorological Organisation, IPCC og U.S. National Academy of Sciences.

About the Author

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.