Ískjarnar sýna að CO2 eykst eftir að hiti byrjar að rísa á hlýskeiðum ísaldar.

Mýta: Ískjarnar sýna að CO2 eykst eftir að hiti byrjar að rísa.

Þetta er ekki beint mýta – þar sem þetta er satt, en með því að fullyrða þetta þá er í raun verið að segja: ” Fyrst hækkun CO2 byrjar eftir að hitastig hækkar á hlýskeiðum ísaldar, þá er magn CO2 afleiðing en ekki orsök fyrir hlýnuninni – það sama á því við nú.”

Svarta línan sýnir proxí fyrir hitastig þar sem ískjarnar voru teknir og rauða línan er CO2.

Svarta línan sýnir proxí fyrir hitastig þar sem ískjarnar voru teknir og rauða línan er CO2.

Það skal á það bent að það hefur lengi verið vitað að CO2 er ekki fullkomlega í takt við hitastig í ískjörnum síðastliðna jökul- og hlýskeiða (munar eitthvað í kringum 800 ár sem CO2 eykst eftir að hitinn byrjar að aukast). Skýringin á þessari tregðu frá því hlýnar og þar til merkjanleg aukning verður á CO2, er að leita í heimsöfunum. Það er ekki fyrr en þau taka að hlýna að CO2 losnar úr læðingi – en hlýr sjór heldur ver CO2 en kaldur.

Hver er munurinn, þá og nú?

Þá var CO2 ekki frumorsök hlýnunar, heldur magnaði CO2 upp hlýnun sem var þá þegar komin af stað (sjá Milankovitch sveiflur hér). Nú er CO2 aftur á móti að aukast og hitastig að aukast á sama tíma og aðrir náttúrulegir ferlar eru í niðursveiflu.

Heimildir og frekari upplýsingar

 SkepticalScience er með góða grein um þetta.

About the Author

Áhyggjumaður um loftslagsmál