Ekki hægt að sanna að CO2 sé ástæða hlýnunar

Mýta: Það er ekki hægt að sanna að aukning í CO2 sé meginorsök núverandi hlýnunar.

Þessi mýta virðist fyrst og fremst miða að því að gera kenninguna um hlýnun jarðar af völdum manna vafasöm með því að krefjast sannana um hana.

Það er einfaldlega ekki hægt að sanna vísindi, sannanir eru hluti af stærðfræðinni. Í vísindum eru gögn metin og besta kenningin sem útskýrir gögnin verður ríkjandi á þeim tíma. Þar sem það er hægt þá gera vísindamenn spár og búa til prófanir sem staðfesta, breyta eða eru í mótsögn við kenningu þeirra og þurfa að breyta kenninguna þegar ný gögn koma í hús.

Kenningin um hlýnun jarðar af mannavöldum vegna útblásturs CO2 stendur traustum fótum. Þetta er kenning sem leit dagsins ljós fyrst fyrir rúmri öld síðan af svíanum Svante Arrhenius og er byggð á eðlislfræðilögmáli, sem fjöldinn allur af gögnum styðja, bæði beinar mælingar og óbeinar auk þess sem að bestu loftslagslíkön sem útbúin eru til að reikna út hitastig aftur í tíman staðfesta það miðað við þær breytur sem við vitum um á síðustu öld (hitastig, breytingar á CO2, eldgos og útgeislun sólar svo eitthvað sé nefnt). Öll þau gögn benda til þess að hiti jarðar sé að hlýna vegna aukningar CO2 í andrúmsloftinu og því er þetta besta kenningin sem við höfum í dag.

Heimildir og frekari upplýsingar

Coby útskýrir þetta vel.

About the Author

Áhyggjumaður um loftslagsmál