Náttúrulegar breytingar eða breytingar af mannavöldum?

Getur þessi hlýnun jarðar verið vegna náttúrulegra breytinga og/eða hvert er hlutverk mannsins í þessu öllu?

Sumir vísindamenn telja að hnattræn hlýnun sé af völdum breytinga í sólarblettum á sólinni, að hún sé hluti af náttúrulegum sveiflum hlýnunar og kólnunar, eða öðrum þáttum.

Hitastig jarðar frá því mælingar hófust.

Hitastig jarðar frá því mælingar hófust.

Stór hluti vísindamanna sem rannsaka loftslagbreytingar þær sem nú standa yfir, eru sammála um að það sé tiltölulega ólíklegt að sú hækkun hita sem átt hefur sér stað í lofthjúpnum, verði skýrð af náttúrulegum orsökum einum saman. Þeir telja frekar að hægt sé að rekja hækkun hitastigs til aukins styrks gróðurhúsaloftegunda í lofthjúpnum. Mælingar á yfirborðshita sýna að hitastig jarðar hefur hækkað um u.þ.b. 0,4°C síðan á 8. áratugnum. Vísindamenn telja að þessi breyting sé of mikil til að geta verið skýrð með náttúrulegum orsökum. Hvorki breytingar í styrk sólar, stór eldgos (sem hafa kælandi áhrif) né aðrir náttúrulegir þættir eru taldir hafa nógu mikil áhrif til að útskýra þá hækkun sem átt hefur sér stað á undanförnum áratugum. Aðeins aukin styrkur gróðurhúsalofttegunda getur samkvæmt flestum loftslagsvísindamönnum útskýrt þessa hækkun hitastigsins.

Hlutfall koldíoxíðs í lofthjúpnum frá því iðnvæðingin hófst upp úr 1750, er talin vera yfir 34% hærri í dag en hún var þá. Þetta er hærra magn en síðustu 400.000 árin þar á undan. Þessa hækkun er helst hægt að rekja til bruna eldsneytis eins og kolum og olíu sem m.a. hefur verið notað við framleiðslu rafmagns og sem eldsneyti á bíla. Sömu sögu er að segja af hlutfalli metans og nituroxíðs sem hefur hækkað mikið vegna athafna okkar mannanna.

About the Author

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.