20 heitustu árin í heiminum frá 1880

Hver eru 20 heitustu árin í heiminum frá 1880?

Það er athyglisvert að athuga hvaða ár eru heitust í heiminum frá 1880. Í þessum tölum frá NOAA, sem hér eru notaðar, eru  öll árin frá því eftir aldamót (2000) á topp 10, árin 1998 kemst einnig á topp 10. Af þeim árum sem eru á topp 20 listanum er 1983 það ár sem er lengst frá okkur í tíma. Sem sagt þá eru þrjú ár frá 9. áratugnum á listanum, átta ár frá 10. áratugnum. Og eftir 2000 eru öll árin á topp 10 eins og fram hefur komið.

20 heitustu ár í heiminum frá 1880 eru eftirtalin, samkvæmt hitastigsmælingum yfir bæði sjó og landi, einingarnar eru frávik frá meðaltali hitastigs á tímabilinu 1901-2000:

Sæti Ár Hitafrávik
1. 2005 0,6154
2. 1998 0,5971
3. 2003 0,5818
4. 2002 0,5745
5. 2006 0,5601
6. 2009 0,5555
7. 2007 0,5472
8. 2004 0,5416
9. 2001 0,5173
10. 2008 0,4803
11. 1997 0,4782
12. 1999 0,4199
13. 1995 0,4073
14. 2000 0,3886
15. 1999 0,3861
16. 1991 0,3360
17. 1988 0,3006
18. 1987 0,2968
19. 1994 0,2934
20. 1983 0,2817

Samkvæmt þessum tölum er 2005 heitasta árið frá 1880, aðrar gagnaraðir sýna oft 1998 í fyrsta sæti og einnig getur verið smávægilegur munur á hitafrávikunum í öðrum gagnaröðum. En í heildina er niðurstaðan svipuð.

About the Author

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.