Eðli gróðurhúsaáhrifanna vafasöm

Mýta: Eðlisfræðin á bakvið gróðurhúsaáhrifin er vafasöm.

Þessi mýta virðist fyrst og fremst miða að því að gera vísindin um hlýnun jarðar vafasöm með því að efast um gildi gróðurhúsaáhrifanna.

Staðreyndin er sú að orka sólar kemur inn í lofthjúp jarðar sem ljós, jörðin hitnar og geislar frá sér bylgjum sem gróðurhúsalofttegundirnar gleypa í formi hita – sem aftur gróðurhúsalofttegundirnar geisla frá sér og hita upp neðri lög lofthjúpsins og jörðina. 

Gróðurhúsaáhrifin hafa verið þekkt í yfir öld og eðlisfræðin á bak við þau eru mjög vel þekkt – þetta er ekki kenning, heldur staðfest lögmál. Án gróðurhúsaáhrifanna væri meðalhiti jarðar um 33°C lægri en hann er.

Mynd sem sýnir skematískt gróðurhúsaáhrifin.

Mynd sem sýnir skematískt gróðurhúsaáhrifin.

Heimildir og frekari upplýsingar

Eins og alltaf þá eru góðar upplýsingar að finna á Wikipedia.

About the Author

Áhyggjumaður um loftslagsmál