Loftslagsbreytingar af mannavöldum eða svokölluð hnattræn hlýnun af mannavöldum er talin eiga sér stað vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Aðal gróðurhúsalofttegundin er koldíoxíð (CO2). CO2 verður m.a. til við brennslu jarðefnaeldsneytis. Það eru einnig aðrar gróðurhúsalofttegundir sem við þurfum að huga að en eru þó losaðar í mun minna magni. Metan (CH4) er dæmi lofttegund sem m.a. kemur frá landbúnaði og er 25 sinnum áhrifameiri gróðurhúsalofttegund en CO2 á hvert kílógram. Einnig má nefna gróðurhúsalofttegundir, eins og t.d. nituroxíð (N2O), sem er u.þ.b. 300 sinnum öflugri en CO2 og ýmsar lofttegundir frá kælitækjum sem geta verið nokkur þúsund sinnum öflugri en CO2.
Á Bretlandi eru heildaráhrif á loftslagið eftir gróðurhúsalofttegundum nokkurnvegin á þessa leið: koldíoxíð (86%), metan (7%), nituroxíð (6%) og lofttegundir frá kælitækjum (1%). Hver hlutur eða athöfn getur valdið margskonar áhrifum vegna þess að fleiri gróðurhúsalofttegundir koma við sögu í mismunandi magni í hverju tilfelli. Þannig myndi kolefnisfótsporið ef allt er tiltekið vera nánast óskiljanlegt hrafnaspark þar sem margar gróðurúsalofttegundir í mismunandi magni koma fyrir. Til að koma í veg fyrir það, er kolefnisfótsporinu lýst sem koldíoxíð jafngildi (e. equivalent) eða CO2e. Þetta þýðir að heildaráhrif allra gróðurhúsalofttegunda sem hlutur eða athöfn sem hefur í för með sér er lýst með tilliti til þeirra áhrifa sem yrðu miðað við það magn sem þyrfti að vera af koldíoxíði til að hafa sömu áhrif. CO2e er því það magn sem lýsir því, miðað við ákveðið magn og blöndu af gróðurhúsalofttegundum, hversu mikið magn af CO2 hefði sömu áhrif til hlýnunar andrúmsloftsins, þegar reiknað er á ákveðnu tímabili (almennt eru notuð 100 ár).
Leave a Reply