Gróðurhúsaáhrif

Hvað eru gróðurhúsaáhrif?

greenhouse-effect-6Gróðurhúsaáhrifin halda hita á jörðinni, þar sem þær gastegundir sem eru í lofthjúpnum “fanga” orku frá sólinni og halda henni við yfirborð jarðar. Geislar sólar sleppa í gegnum andrúmsloftið en endurkastast frá jörðinni á annarri bylgjulengd og það eru þeir geislar sem gastegundirnar endurgeisla aftur til jarðar.

Án gróðurhúsaáhrifanna myndi meðalhitastig jarðar vera um -18°C. Þannig að í raun halda þau plánetunni okkar lífvænlegri en ella. Helstu gróðurhúsalofttegundir eru m.a. loftraki, koldíoxíð, metan og nituroxíð. Hlutfall koldíoxíðs, metans og nituroxíðs í andrúmsloftinu hefur aukist vegna athafna manna. Við hlýnun af völdum fyrrnefndra gróðurhúsalofttegunda hefur loftraki í andrúmsloftinu einnig aukist. Nánar má lesa um gróðurhúsaáhrifin á síðunni um Grunnatriði kenningarinnar.

About the Author

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.