Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?

Röksemdir efasemdamanna…

Þar sem nýmóðins tölvulíkön geta ekki með góðri vissu spáð fyrir um veðrið tvær vikur fram í tíman, hvernig getum við treyst tölvulíkönum sem eiga að spá fyrir um loftslag jarðar eftir hundrað ár?

Það sem vísindin segja…

Veður er sveiflukennt og erfitt að spá fram í tíman. Loftslag, aftur á móti er í raun meðaltal veðurs í langan tíma. Með því að taka tölfræði veðurs yfir langan tíma þá eyðast sveiflur, sem gera loftslagslíkönum kleyft að spá með góðu móti um loftslagsbreytingar framtíðar.

Þessi rök bera vott um misskilning á muninum á veðri, sem er sveiflukennt og óútreiknanlegt og loftslagi sem er tölfræðileg lýsing á veðri yfir ákveðið tímabil. Þetta er svipað því að geta ekki spáð með vissu hvort þorskarnir eða skjaldarmerkið koma upp þegar þú kastar upp krónu, en þú getur sagt með tölfræðilegri vissu líkurnar á því hvor hliðin kemur upp ef þú kastar nógu krónunni nógu oft. Ef við skoðum þetta út frá veðri, þá er ekki hægt að spá nákvæmlega hvaða leið ákveðin lægð fer, á meðan meðalhita og meðalúrkomu er hægt að áætla fyrir visst langt tímabil.

 Loftslagsspár eru erfiðar og sífellt í þróun. Ýmislegt er erfitt að sjá fyrir, t.d. hvernig sólin mun hegða sér í framtíðinni. Einnig geta skammtímasveiflur orðið af völdum El Nino eða eldvirkni sem líkön ráða illa við. Þrátt fyrir það, þá hefur loftslagsfræðingum tekist hingað til að stilla loftslagslíkön þannig að þau ná yfir helstu þætti loftslags.

 Loftslagsspá James Hansens frá árinu 1988

Árið 1988, gerði James Hansen hitaspá fram í tímann (Hansen 1988). Þessi spá sýnir merkilega góða samsvörun við það sem mælingar hafa sýnt fram til dagsins í dag (Hansen 2006). Hansen setti inn í spá sína kröftugt eldgos árið 1995 (til að prófa hvort líkanið hermdi eftir áhrifum vegna eldvirkni) en klikkaði á tímasetningunni um nokkur ár (góð tilraun samt).

Mynd 1: Útkoma úr líkani Hansen (grænt, blátt og fjólublátt) borið saman við mæliniðurstöður (rautt og svart). Mynd 1: Útkoma úr líkani Hansen (grænt, blátt og fjólublátt) borið saman við mæliniðurstöður (rautt og svart).

Sviðsmynd B hjá Hansen (lýst sem líklegasta möguleikanum og eftir á að hyggja sá möguleiki þar sem miðað er við svipaða losun á CO2 og síðar varð) sýnir góða fylgni við mælt hitastig. Í raun þá ofáætlaði Hansen framtíðarlosun CO2 um 5-10%, þannig að ef sett væri inn í líkan hans rétt geislunarálag CO2, þá yrði spá hans enn nær lagi. Það eru sveiflur frá ári til árs, en við því er að búast. Sveiflur í veðri munu alltaf sjást í hitamælingum frá ári til árs, en heildarleitnin er fyrirsjáanleg.

Líkt eftir viðbrögðum loftslags við eldgosið í Mount Pinatubo

Þegar eldfjallið Mount Pinotubo gaus árið 1991, þá gafst mönnum tækifæri að sannreyna hversu vel líkön geta spá fyrir um viðbrögð loftslagsins við það að brennisteinsörður (súlfat SO4) dældust út í andrúmsloftið. Líkönin náðu að spá nákvæmlega fyrir kólnun um 0,5°C sem varð fljólega eftir eldgosið. Einnig sáu líkönin fyrir sér breytingar í inngeislun og vatnsgufu (Hansen 2007).

Mynd 3: Breytingar í hitastigi, mældar og niðurstöður líkanareikninga vegna eldgossins í Mount Pinatubo. Græn lína sýnir mæld gildi veðurstöðva. Blá lína hitastig sjávar og lands og rauð lína er meðaltal líkanareikninga (Hansen 2007).
Mynd 2: Breytingar í hitastigi, mældar og niðurstöður líkanareikninga vegna eldgossins í Mount Pinatubo. Græn lína sýnir mæld gildi veðurstöðva. Blá lína hitastig sjávar og lands og rauð lína er meðaltal líkanareikninga (Hansen 2007).

Spá IPCC borin saman við mælingar

Spár IPCC (litaðar brotalínur) hafa verið bornar saman við mæliniðursöður frá HadCRUT (blá lína) og NASA GISS (rauð lína) (Rahmstoorf 2007). Þunnu línurnar er mælt árlegt meðaltal og þykku línurnar sýna langtímaleitni, sem eyða út skammtímasveiflur í veðri.

Mynd 3: Frá Tamino: Þykka bláa línan er leitnilína frá GISS og rauða línan frá HadCRU, brotalínur eru spár IPCC.
Mynd 3: Frá Tamino: Þykka bláa línan er leitnilína frá GISS og rauða línan frá HadCRU, brotalínur eru spár IPCC.

Það er ljóst að IPCC vanmat hitaaukninguna miðað við mælingar (þó innan óvissumarka). Í grein Rahmstoorf er velt upp möguleikunum á þessum mun. Einn möguleikinn er innri breytileiki veðurfars yfir svona stutt tímabil. Annar möguleiki er að geislunarálag frá örðum sem valda kólnun hafi verið minna en búist var við. 

Þriðji möguleikinn er vanmat á jafnvægissvörun. IPCC gerir ráð fyrir að jafnvægissvörunin sé um 3°C, með óvissubil milli 1,7° – 4,2°C (sjá gráa svæðið á mynd 3). Einnig er töluvert af magnandi svörunum í loftslagskerfinu sem eru ekki fullkomlega ljós og því hafa þau ekki hátt gildi í IPCC líkönunum. Við það má bæta að óvissa í líkönum veldur hærri jafnvægissvörun. Líklegt má telja að hærri jafnvægissvörun útskýri þetta að hluta, en ekki allt. Lesa meira um spár IPCC frá 2001 á Skeptical Science…

Aðrar niðurstöður sem líkön höfðu spáð fyrir

  • Kólnun heiðhvolfsins
  • Hlýnun í neðra-, mið- og efra veðrahvolfi
  • Hlýnun yfirborðs sjávar (Cane 1997)
  • Leitni í hitainnihaldi sjávar (Hansen 2005)
  • Orkuójafnvægi milli sólgeislunar inn í lofthjúpinn og innrauð geislun út (Hansen 2005)
  • Mögnun hlýnunar á Norðurskautinu (mælingar frá NASA)

About the Author

Áhyggjumaður um loftslagsmál