Hafís Norðurskautsins

Hafís á Norðurskautinu er góður mælikvarði á þær breytingar sem eru að verða vegna hlýnunar jarðar, en spáð er að hlýnunin verði meiri á norðurslóðum en annars staðar. Það sem einkum er horft til er hafísútbreiðsla (flatarmál) við sumarlágmark og þykkt hafíssins (rúmmál) sem talin er vera betri mælikvarði á stöðu bráðnunarinnar.

Lagnaðarís að vetri er frekar þunnur en getur náð töluverðri útbreiðslu að vetri. Ef hann nær ekki að bráðna að fullu yfir sumartímann þá þykknar hann smám saman. Því er nokkurra ára gamall ís þykkur og þá tekur lengri tíma fyrir hann að bráðna. Eftir mikla bráðnun eftir hlýtt sumar, þá getur ísinn í sjálfu sér náð fyrri útbreiðslu við kaldan vetur en rúmmál hans nær ekki fyrri hæðum fyrr en eftir nokkur ár eða áratugi ef lítil sumarbráðnun er trekk í trekk.

Þegar þetta er skrifað þá eru ekki komnar endanlegar tölur varðandi lágmarksútbreiðslu fyrir árið 2009 – en þær tölur er að vænta í október ásamt línuriti sem sýnir þróunina ár frá ári og þykkt hafíssins. Því er hér fyrir neðan fyrst fjallað um stöðuna við lágmarkið 2008 og síðan lítillega fjallað um stöðuna eins og hún lítur út í dag (18. september 2009).

Lágmarkið 2008

Sumarið 2008 var frekar kalt (miðað við síðastliðinn áratug – samt með heitari sumrum frá því mælingar hófust). Þrátt fyrir það var lágmarksútbreiðsla hafíss næstminnst frá því mælingar hófust (en gervihnattamælingar hófust í lok áttunda áratugsins):

Hér má sjá útbreiðslu hafíss eftir sumarleysingar frá 1978-2008. Breyting um 11,7 % á áratug (Mynd National Snow and Ice Data Center).

Hér má sjá útbreiðslu hafíss eftir sumarleysingar frá 1978-2008. Breyting um 11,7 % á áratug (Mynd National Snow and Ice Data Center).

Eftir mikla bráðnun 2007, þá hafði þykkt hafíssins minnkað að sama skapi:

Þykkt hafíssins, rautt þýðir eins árs ís, appelsínugulur tveggja ára ís, þriggja ára ís og eldri (Mynd National Snow and Ice Data Center).

Þykkt hafíssins, rautt þýðir eins árs ís, appelsínugulur tveggja ára ís, þriggja ára ís og eldri (Mynd National Snow and Ice Data Center).

Eftir sumarið 2008, þá var þekja hafíss á norðuheimsskautinu frekar lítil, eða næstlægsta útbreiðsla frá upphafi og hafði rúmmál hans aldrei verið jafn lítið frá því að mælingar hófust.

Staðan í september 2009

Þann 12 september er talið að hafíslágmarkinu hafi verið náð, en ólíklegt er að bráðnun nái sér aftur á strik í haust. Lágmarkið í hafísútbreiðslu í ár var það þriðja lægsta frá upphafi mælinga (um 5,1 milljónir ferkílómetra), en þó um 23% hærra en árið 2007 sem var óvenjulegt ár. Þrátt fyrir það þá er hafíslágmarkið í ár 24% minna en meðaltalið 1979-2000:

20090917_Figure2

Línuritið sýnir stöðuna á hafísútbreiðslu fyrir 15. september 2009. Bláa línan sýnir útbreiðslu frá júní-september 2009, dökkbláa línan 2008 og græna brotalínan 2007. Til samanburðar er sýnd fjórða lægsta útbreiðslan sem varð árið 2005 (ljósgræna línan) og meðaltalið 1979-2000 sem grá lína. Gráa svæðið utan um meðaltalið sýnir staðalfrávik meðaltalsins (Mynd National Snow and Ice Data Center).

Vísindamenn líta á það sem svo að ísinn sé ekki að sækja í sig veðrið. Hann er enn töluvert fyrir neðan meðaltal og einnig fyrir neðan þá línu sem sýnir langtímaþróun hafíss frá 1979. Hafísinn er enn þunnur og viðkvæmur fyrir bráðnun og því telja þeir að langtímaniðursveifla hafíss haldi áfram næstu ár.

Heimildir

National Snow and Ice Data Center

About the Author

Áhyggjumaður um loftslagsmál