Af hverju kólnaði um miðja síðustu öld?

Röksemdir efasemdamanna…

Það varð hnattræn kólnun á jörðinni á árunum 1940-1970, en þá losuðu menn mikið magn af CO2. Þar áður var mikil hlýnun en svo virðist vera að þrátt fyrir aukningu í útblæstri CO2 þá hafi það ekki skilað sér í hlýnun, því hlýtur eitthvað annað að ráða hitastigi jarðar.

Það sem vísindin segja…

Það eru ýmiss konar geislunarálög sem hafa áhrif á loftslag (t.d. örður í heiðhvolfinu og breytingar í sólvirkni). Þegar geislunarálag frá þessum mismunandi þáttum eru teknir saman, þá sýna þeir gott samband við hnattrænan hita – alla síðustu öld, einnig um miðja öldina. Auk þess, þá hefur geislunarálag frá gróðurhúsalofttegundum og þá aðallega CO2 verið ráðandi þáttur í þróun hitastigs síðustu 35 ár.  

Mynd 1 ber saman CO2 við hnattrænan hita á síðustu öld. Frá 1940-1970 hélt CO2 áfram að aukast í andrúmsloftinu, á sama tíma og hitastigið leitaði í átt til kólnunar. Þetta er 30 ára tímabil, sem er lengra en búast má við frá innri breytileika frá t.d. ENSO og sveiflum í sólinni. Ef CO2 hefur áhrif til hlýnunar, af hverju hækkaði þá ekki hiti fyrir þetta tímabil?

 
Mynd 1: Styrkur CO2 – græna línan út frá ískjörnum í Law Dome á Austur Suðurskautinu (CDIAC). Styrkur CO2 – bláa línan er mældur styrkur út frá frá Mauna Loa á Hawaii (NOAA). Rauð lína er hnattrænt hitafrávik (GISS).

Það fyrsta sem hafa ber í huga þegar litið er á heildarmyndina, er að CO2 er ekki eini þátturinn sem hefur áhrif á loftslag. Það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á heildar orkuflæði Jarðarinnar. Örður í heiðhvolfinu (þ.e. af völdum eldvirkni) endurkasta sólarljósi aftur út í geim og valda kælingu. Þegar sólvirkni eykst, þá eykst heildar orkuflæðið. Mynd 2 sýnir hvaða helstu þættir (og geislunarálag þeirra) það eru sem hafa áhrif á loftslagið.


Mynd 2: Geislunarálag mismunandi þátta sem hafa áhrif á loftslag, miðað við stöðu þeirra um 1880. (mynd frá NASA GISS).

Þegar geislunarálag þessara þátta eru settir saman, þá sýnir heildargeislunarálagið gott samræmi við hnattrænt hitastig. Það er samt enn breytileiki í loftslagskerfum sem endurspeglast í hitastiginu vegna breytinga í t.d. ENSO. Helst er þó að hægt sé að sjá ósamræmi í áratuginum sitt hvoru megin við árið 1940. Það er talið að þarna sé villa sem stafi af mæliskekkju í sjávarhita í bandarískum skipum þess tíma.


Mynd 3: Heildar geislunarálag – blá lína (NASA GISS), á móti hnattrænu hitafráviki – rauð lína (GISS Temp). 

Eins og sést þá er loftslag ekki háð eingöngu einum þætti – það e fjöldinn allur af þáttum sem hafa áhrif á geislunarbúskap Jaðrarinnar. Þar utan, þá hefur það verið þannig síðastliðin 35 ár, að CO2 hefur verið ráðandi þáttur í þróun hitastigs síðustu 35 árin.

About the Author

Áhyggjumaður um loftslagsmál