Ritstjórar þessarar síðu eru tveir. Báðir hafa þeir haldið úti bloggsíðum á blog.is, með áherslu á loftslagsmál. Hugmyndin að þessari síðu kviknaði þegar ritstjórar tóku að gera athugasemdir hver hjá öðrum og má segja að þeir hafi kynnst í gegnum blogg- og athugasemdakerfi Moggans. Auk loftslag.is halda þeir úti sameiginlegu loftslagsbloggi.
Ábyrgarðmenn og ritstjórar þessarar síðu eru:
Höskuldur Búi Jónsson – Jarðfræðingur að mennt og mikill áhugamaður um loftslagsfræði. Ætlaði að verða veðurfræðingur á tímabili.
Sveinn Atli Gunnarsson – Nemur viðskiptafræði á kvöldin en er skrifstofublók á daginn. Hefur haft áhuga á náttúruvísindum alla tíð og hefur til að mynda tekið ýmis einstök fög í náttúruvísindum á Háskólastigi og er stúdent af náttúrufræðibraut. Var um tíma í námi í skógfræðum við Konunglega Landbúnaðarháskólann í Danmörku.