Afleiðingar mikilla loftslagsbreytinga hafa verið gríðarlega miklar í fyrndinni, með tilheyrandi útdauða lífvera. Aldrei fyrr hefur þó mannkynið kynnst öðrum eins breytingum og eru að verða núna og munu verða í framtíðinni vegna losunar CO2 af mannavöldum, ef ekki verður brugðist við með viðeigandi hætti.
Á þessum síðum er ætlunin að skrifa um afleiðingar hlýnunar jarðar – bæði þær sem nú þegar hafa orðið og þær sem búist er við ef (eða réttara sagt þegar) hitastig jarðar hækkar.
Þetta verður alls ekki tæmandi upptalning og þessar síður munu uppfærast nokkuð reglulega, því alltaf eru að koma fram nýjar upplýsingar um afleiðingar hlýnandi jarðar, hvort heldur upplýsingar sem lúta að því sem er að gerast núna (vöktun) eða það sem mun hugsanlega gerast í framtíðinni (líkön).
Niðurstaða milliríkjanefndarinnar er að breytingar í lofthjúpnum, hafi, jöklum og ís og lífríki beri óumdeilanleg merki um hlýnun jarðar (Úr skýrslunni Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi – gefin út af Umhverfisráðuneytinu árið 2008).
Hér fyrir neðan má nálgast upplýsingar um ýmsar afleiðingar hlýnunar sem hafa orðið og geta orðið víða um heim, ekki er alltaf um hnattrænar breytingar að ræða en þó eru afleiðingar taldar með sem hafa töluverð áhrif á vistkerfi og menn, þótt á takmörkuðu svæði sé. Margar afleiðingar hlýnunar eru samtengdar og margar af afleiðingunum framtíðarinnar er erfitt að spá um. Afleiðingar eins og úrkomubreytingar, fellibylir, hærri sjávarstaða og aðrar afleiðingar hlýnunar jarðar eru háðar mörgum mismunandi þáttum, auk þess sem erfitt er að spá fyrir um framtíðarlosun gróðurhúsalofttegunda. Inn í það fléttast svo ýmsar afleiðingar sem beinlínis magna upp hlýnunina, svokölluð magnandi svörun og afleiðingar sem verða til þess að svokallað núverandi stöðugt ástand er skipt út fyrir annað, þegar farið er yfir svokallaða vendipunkta í loftslagi.
Ein afleiðing sem ekki er beint af völdum hlýnunar, heldur afleiðing aukins styrks CO2 í lofthjúpnum, er súrnun sjávar. Þar sem það er náskylt hnattrænni hlýnun jarðar, þá fékk það að fljóta með.
Lofthjúpurinn
Hnattrænt hitastig
Vatnsgufa, úrkoma og hringrás vatns
Öfgaatburðir í veðri
Hitabylgjur
Úrkomubreytingar (þurrkar, flóð)
Fellibylir
Aðrir öfgar í veðri
Yfirborð jarðar
Skógar
Ís og jöklar
Bráðnun sífrera (á landi og í sjávarsetlögum)
Bráðnun jökla (glaciers) og jökulhvela (ice caps)
Bráðnun Grænlandsjökuls
Bráðnun Suðurskautsjökuls
Bráðnun íshellna
Bráðnun hafíss
Höfin
Hlýnun sjávar
Selta sjávar
Breytingar í hafstraumum
Súrnun sjávar
Sjávarstöðubreytingar
Lífríkið
Hnignun viðkvæmra dýrategunda og útdauði
Annað
Útbreiðsla hitabeltissjúkdóma
Fæðuframboð
Eldgos (sérstök athygli á Ísland)
Tengt ofangreindum afleiðingum
Fæðu-, vatns- og landskortur, með tilheyrandi búferlaflutningum og baráttu um auðlindir.
Heimildir og frekari upplýsingar
Skýrsluna Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi má lesa hér, en þar er einnig yfirlit yfir ýmsar hnattrænar breytingar.