Loftslag.is

Tag: Tenglar

  • Tenglar

    Tenglar

    tenglar

    Hér eru slóðir á ýmsar heimasíður sem ritstjórninni þykja áhugaverðar. Gera má ráð fyrir að það komi fleiri tenglar inn hérna eftir því sem fram líða stundir.

    Bloggveitan – ýmsar blogg- og heimasíður sem skrifa um loftslagsmál:

    Fréttasíður um loftslagsmál:

    Stofnanir:

    • Veðurstofan (ís.) – þessa síðu þekkja allir
    • NSIDC.org (e.) – nýjustu upplýsingarnar um breytingar á hafísþekjunni
    • NASA.gov (e.) – nýjustu fréttirnar frá NASA – loftslagsmál og geimferðir ásamt fleiru
    • DMI (dk.) – danska veðurstofan um loftslagsmál
    • Climate.gov – upplýsingar um loftslagsmál frá NOAA
    • NOAA – stofnun í BNA sem m.a. fylgist með loftslagi

    Ýmsar íslenskar síður:

    • Stjörnuskoðun.is – hafsjór fróðleiks um stjörnufræði og tengd málefni
    • Náttúran.is – alhliða umhverfisvæn síða sem skrifar einnig um loftslagsmál
    • Vísindin.is – fréttasíða um vísindalegar uppgötvanir frá A-Ö
    • Orkusetur.is – heimasíða með upplýsingum um betri orkunýtingu
    • CO2.is – heimasíða með upplýsingum um loftslag og losun
    • Vefsíðulistinn – Hér er hægt að skrá vefsíður að kostnaðarlausu

    Ef áhugasömum lesendum dettur eitthvað fleira í hug, er um að gera að stinga upp á tenglum í athugasemdum 🙂

    [Síðast uppfært 3. september 2010]

  • Gagnvirk kortaþekja fyrir Google Earth

    Skjámynd af Google Earth, með myndbandi

    Við höfum áður fjallað um gagnvirkt kort frá Met Office, þar sem farið er yfir hugsanlegar afleiðingar þess ef hnattrænn hiti jarðar fer yfir 4°C, eins og sumar spár benda til að geti gerst á þessari öld.

    Nú er hægt að skoða þetta gagnvirka kort í forritinu Google Earth (sem margir eru með í sínum tölvum) og búið að bæta við myndbönd sem hægt er að skoða í gegnum forritið með því að smella á tákn á kortinu. Myndböndin eru viðtöl við sérfræðinga þar sem þeir ræða afleiðingar þær sem 4°C hækkun getur mögulega haft.

    Fleira er hægt að skoða með þessari kortaþekju og mælum við með að fólk kynni sér það nánar.

    Hér er hægt að niðurhala kortaþekjunni(kml), nauðsynlegt er að hafa Google Earth í tölvunni til að skoða (Hægt er að hala niður Google Earth hér)

    Ítarefni

    Umfjöllun um fyrrnefnt gagnvirkt kort

    Fyrir tíma loftslag.is birtum við á loftslagsblogginu upplýsingar um aðra viðbót fyrir Google Earth, til að skoða sjávarstöðubreytingar – sjá Sjávarstöðubreytingar

    Þeir sem vilja eingöngu skoða myndböndin geta gert það á Youtube – MetOffice

  • Hvað veistu um hitastig á Jörðinni?

    Heimasíða NASA um hnattrænar loftslagsbreytingar er skemmtileg – allavega fyrir áhugafólk um loftslagsbreytingar og mjög notendavæn. Þar er meðal annars skemmtilegt próf þar sem hægt er að athuga þekkingu sína á hitastigi Jarðar.

    Til að taka prófið, smelltu þá á myndina hér fyrir neðan (eða á þennan tengil – NASA Global Climate Change site). Á forsíðunni hægra megin er glugginn “Cool Stuff” og má þar meðal annars finna prófið “Hot Challenge”. Sá sem þetta skrifar fékk ekki fullt hús stiga – þorir þú?

  • Climate TV – útsending í kvöld

    Við fréttum fyrir skemmstu af útsendingum hjá netsjónvarpstöð sem kallar sig  Climate TV, en við höldum að fyrsta beina útsendingin hefjist í nótt klukkan 1:00 að íslenskum tíma (aðfaranótt 26.mars).

    Við vitum í raun lítið um þessa sjónvarpstöð, annað en það sem við sáum á Desmogblog, en svo virðist sem að einn af stjórnendum þess sé Kevin Grandia, sjá umjöllun hans um útsendinguna í nótt: Climate Crock Live and Interactive With Peter Sinclair Tonight.

    Þarna verða beinar útsendingar og gagnvirkt (interactive), þar sem kastljósinu er beint að persónum, höfundum, kvikmyndagerðamönnum, heimildamönnum, sérfræðingum í stefnumótun og stjórnmálamönnum sem hafa vit á og fjallað hafa um loftslagsbreytingar. Áhorfendur geta svo sent inn spurningar til þeirra sem eru í útsendingunni.

    Í nótt (klukkan 1:00 að íslenskum tíma) verður Peter Sinclair, höfundur myndbandanna Climate Crock of the Week  sem einnig kallar sig Greenman3610 á YouTube.  Þá verður fyrst sýnt nýlegt myndband eftir Peter, sem við birtum á loftslag.is fyrir stuttu síðan (sjá Hvað er vitað um loftslagsbreytingar?) og svo fær hann spurningar bæði frá stjórnanda og áhorfendum.

    Við hvetjum alla sem að halda sér vakandi svo lengi að kíkja á þetta – lofum þó ekki að það verði gott samband, en hver veit. Þess ber að geta að nú þegar er fullt af myndböndum þar sem hægt er að horfa á, viðtöl og fleira.

    Sjá Climate TV

  • Hvað segja vísindamenn um loftslagsbreytingar

    Við viljum benda á áhugaverða síðu sem er hluti af heimasíðu National Science Foundation, en þar má finna hafsjó fróðleiks um ýmislegt sem varðar loftslagsmál og vísindin þar á bakvið.

    Tekin eru viðtöl við fremstu loftslagsvísindamenn heims og fræðin útskýrð á einfaldan hátt. Smellið á myndina hér fyrir neðan til að fara inn á síðuna og njótið:




  • Tengill: Námskeið um Hlýnun jarðar

    Global Warming_coverEf einhver hefur ekkert að gera í jólafríinu og vill fá kennslu á háskólastigi, þá rákumst við hér á úrvals kennslumyndbönd eftir höfund bókarinnar Global Warming, understanding the forecast, David Archer.

    Sjá Global Warming, understanding the forecast – Video Lectures

    Þar má finna eftirfarandi kafla:

    • Intro
    • Heat and Light
    • Blackbody Radiation and Quantum Mechanics
    • Our First Climate Model
    • The Greenhouse Effect
    • What Makes a Greenhouse Gas
    • Greenhouse Gases in the Atmosphere
    • What Holds the Atmosphere Up
    • Why It’s Colder Aloft
    • Wind, Currents, and Heat
    • Ice and Water Vapor Feedbacks
    • Clouds
    • The Weathering CO2 Thermostat
    • Lungs of the Carbon Cycle
    • The Battery of the Biosphere
    • Coal and Oil
    • Oil and Methane
    • The Carbon Cycle Today
    • The Long Thaw
    • The Smoking Gun
    • The Present in the Bosom of the Past
    • Six Degrees
    • Hot, Flat, and Crowded
  • Tenglar: Veðurstofa Íslands

    vedurstofaÞað er óhætt að mæla með vefsíðu Veðurstofu Íslands fyrir alla sem vilja kynna sér gróðurhúsaáhrifin og loftslagsbreytingar. 

    Þar er fyrsta stopp síðan Loftslagsbreytingar en vinstri stika á þeirri síðu gefur möguleika á ýmsum undirsíðum, t.d. um gróðurhúsaáhrifin, afleiðingar þeirra og líklegar breytingar á Íslandi.

    Einnig má finna ýmsar upplýsingar um hvernig loftslag og veðurfar hefur verið á Íslandi frá landnámi og fram til 1800 og svo eftir 1800 en þar undir er farið í ýmsa þætti í veðurfari Íslands.

    Ein síðan fjallar um hvaða rannsóknaverkefni Veðurstofan tekur þátt í, í sambandi við loftslagsmál og má þar sjá undirsíður um t.d. Vísindanefnd um loftslagsbreytingar (þar eru tenglar yfir í skýrslu sem nauðsynlegt er að lesa fyrir áhugafólk um vísindin á bakvið loftslagsbreytingar – 11 Mb og 25 Mb). Einnig má finna þar upplýsingar um Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðanna (IPCC).

    Einnig er mjög áhugaverð fróðleikssíða sem gott er að skoða reglulega. T.d. var mjög áhugaverður fróðleiksmoli fyrir stuttu um það hvort hlýnun hefði hætt árið 1998.