Út er komið glænýtt myndband frá góðkunningja okkar Greenman3610, en í þessu myndbandi sýnir hann hvernig beinar mælingar og athugandir styðja við gróðurhúsakenninguna og hlýnun jarðar af mannavöldum.
Heimildir skipta Greenman miklu máli, en eftirfarandi er hans eigin lýsing á myndbandinu (með tenglum á þær heimildir sem hann notar í myndbandinu):
Í mörgum svaranna sem ég fæ við gerð myndbanda, virðist vera sem hluti af fólkinu vilji afneita, eða hreinlega vita ekki, að það er vísindalegur grunnur fyrir hinu samhljóða áliti vísindamanna um loftslagsbreytingar.
Í raun eru vísindin byggð á þúsundum greina og mörgum áratugum athugana. Í þessu myndbandi förum við yfir nokkrar af mikilvægustu uppgötvunum og vísindagrunn um hlýnun jarðar. Auðvitað verða alltaf til fólk sem mun aldrei taka vísindi trúanleg, vegna þess að allt sem að stangast á þeirra heimssýn hljóti að vera hluti af leynilegu hnattrænu samsæri.
Heimildir: Increases in Longwave forcing inferred from Outward longwave, Trends in Forcings, Downward Longwave Radiation, Downward Longwave Radiation, 29000 data sets press release, 29000 data sets, Global Energy Imbalance og Isotopes.
Ítarefni
Hægt er að nálgast fleiri myndbönd eftir Greenman hér á loftslag.is: Greenman3610
“Science is what we do to keep from lying to ourselves”
Gott er að fá sér skammt af fræðum fyrir háttinn.