Mýta: Vísindamenn voru sammála um og spáðu hnattrænni kólnun eða nýrri ísöld á áttunda áratugnum.
Þessi mýta virðist fyrst og fremst miða að því að segja að fyrst vísindamenn voru svo vitlausir að spá ísöld þá, þá eru þeir varla færir um að spá fyrir um hlýnun nú. Þeir sem halda þessu fram birta oft á tíðum ljósritaðar greinar úr vísindasíðum dagblaða og tímarita.
Rétt er að gera greinamun á ritrýndum tímaritsgreinum annars vegar og svo fjölmiðlum og fréttum úr vinsælum tímaritum sem fjölluðu um vísindi hins vegar.
Ritrýndar greinar
Það er rétt að einhverjir vísindamenn spáðu kólnun, en það var ekki almenn skoðun vísindamanna að svo myndi vera – aðrir spáðu nefnilega hlýnun.
Í greininni The Myth of the 1970s Global Cooling Scientific Consensus (Peterson og fleiri 2008), þar sem farið var í saumanna yfir birtar greinar vísindamanna um loftslagsbreytingar segir eftirfarandi:
Loftslagsfræði eins og við þekkjum þau í dag voru ekki til á sjöunda og áttunda áratugnum. Á þeim tíma voru vísindamenn hver í sínu horni. Þar voru þeir sem rannsökuðu efnafræði lofthjúpsins, CO2 og önnur gös og áhrif þeirra á loftslag jarðar í einu horni. Jarðfræðingar og fornloftslagsfræðingar voru á sama tíma að skoða hvernig jörðin gekk í gegnum ísaldaskeið og hvers vegna. Við skoðun á ritrýndum greinum kom í ljós að öfugt við mýtuna, þá voru menn þá líkt og nú að ræða hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda og þær taldar hafa hvað mest áhrif á loftslag jarðar nútímans…. þó greinin sýni villu mýtunnar, þá sýnir greinin að auki að vísindamenn þess tíma undirbjuggu þær undirstöður sem nútíma loftslagsvísindamenn byggja á enn í dag.
Fjölmiðlar og tímarit
Fjölmiðlar og tímarit birtu oft greinar um kólnun jarðar (oft líka greinar um hlýnun jarðar) eða eins og segir í greininni sem vísað er í hér fyrir ofan um eina fréttina sem skoðuð var:
Science Digest’s 1973 article “Brace yourself for another Ice Age” (Colligan 1973) primarily focused on ice ages and global cooling, with the warning that “the end of the present interglacial period is due ‘soon.’” However, it clarified that “‘soon’ in the context of the world’s geological time scale could mean anything from two centuries to 2,000 years, but not within the lifetime of anyone now alive.” The article also mentioned that “scientists seem to think that a little more carbon dioxide in the atmosphere could warm things up a good deal.”
Því er ljóst að jafnvel í tímaritum og fjölmiðlum þá var ekki einu sinni eingöngu fjallað um að ísöld væri yfirvofandi.
Heimildir og frekari upplýsingar
Á skeptical science er góð umfjöllun um þessa mýtu, einnig hefur Peter Sinclair gert gott myndband um hana: Climate Denial Crock of the Week – I Love the 70s!!
Greinin The Myth of the 1970s Global Cooling Scientific Consensus