Vendipunktar í loftslagsbreytingum

Vendipunktar í loftslagi (e climate tipping point) er þegar sú staða kemur upp að loftslagið fer skyndilega úr einu stöðugu ástandi og yfir í annað stöðugt ástand (oft við magnandi svörun). Eftir að farið er yfir vendipunktinn þá er mögulegt að ekki verði aftur snúið.

Menn eru ansi hræddir við slíka vendipunkta og því vilja sumir nú beita loftslagsverkfræði (e. Geoengineering) til að koma í veg fyrir að farið verði yfir þá.

Eftir því sem hlýnar, þá verða breytingar á ýmsum þáttum sem eru stöðugir við hitastigið sem var áður – það er t.d. talið nokkuð ljóst að við ákveðið hitastig þá fari bráðnun Grænlandsjökuls af stað og ekki verði aftur snúið – hann myndi bráðna að fullu (það gæti þó tekið töluverðan tíma – jafnvel hundruðir ára). 

James Hansen einn af helstu vísindamönnum hjá NASA og sá fyrsti sem talaði opinberlega um þá ógn sem hlýnun jarðar stefndi í, heldur því fram að ákveðnum vendipunkti sé náð og að ekki verði aftur snúið – að núverandi magn CO2 sé nóg til að þessum vendipunkti var náð.

“Further global warming of 1 °C defines a critical threshold. Beyond that we will likely see changes that make Earth a different planet than the one we know.” Jim Hansen, director of NASA’s Goddard Institute for Space Studies in New York.

Aðrir vísindamenn telja að um sé að ræða marga vendipunkta sem hafa áhrif á loftslagsbreytingar og að lítið þurfi til að færa nýja ástandið yfir í sama ástand aftur.

Dæmi um mögulega vendipunkta sem gætu fært loftslag yfir í nýtt stöðugt ástand eru t.d. eyðing frumskóga hitabeltisins, bráðnun hafíss og jökla, truflun á hafstraumum og vindakerfum (t.d. El Nino og monsún) og bráðnun sífrera.

About the Author

Áhyggjumaður um loftslagsmál