Loftslag.is

Tag: Gögn

  • Frétt: Færri Bandaríkjamenn telja traustar sannanir fyrir hnattrænni hlýnun

    changing_opinions_GW
    Tafla 1 (smellið á myndina til að fá hana í fullri stærð)

    Þrátt fyrir sífellt fleiri vísindaleg rök, þá eru færri Bandaríkjamenn sem telja að traustar sannanir séu fyrir hnattrænni hlýnun undanfarna áratugi. Ný könnun sem gerð var nú október, á vegum Pew Research Center for the People & the Press, gefur til kynna að nú telji 57% Bandaríkjamanna að traustar sannanir séu fyrir hnattrænni hlýnun, á móti 71% í apríl  2008. Aftur á móti eru 33% sem telja hana ekki til staðar á móti 21% í apríl 2008. Í töflu 1 má lesa betur út úr tölunum. Úrtakið var 1500 manns.

    Séu þessar tölur skoðaðar eftir stjórnmálaskoðunum, þá er einnig hægt að greina nánar hvernig breytingarnar hafa orðið allt frá 2006. Hjá Demókrötum er línan ekki eins brött niður á við eins og hjá bæði óháðum og Repúplíkönum. En þó er hægt að greina að almenningur telur sig ekki hafa fullnægjandi skýringar og sannanir fyrir því að hnattræn hlýnun eigi sér stað. Sjá graf 1. Einnig er hægt að sjá þar að mesta breytingin hefur orðið undanfarið ár.

    changing_opinions_GWII
    Graf 1 (smellið á myndina til að fá hana í fullri stærð)

    Þetta þykir ekki síst athyglisvert í ljósi þess að á síðustu misserum hafa komið fram sterkari vísindaleg rök sem styrkja kenningar um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þess má geta að núna er til umfjöllunar stórt frumvarp á Bandaríkjaþingi, þar sem leitast er við að koma til móts við loftslagsvandann.

    Andrew Weaver, prófessor við Háskólann í Victoria í bresku Kolumbíu, segir að stjórnmál séu að slöra vitund almennings fyrir vandanum. “Þetta er samsetning lélegrar boðmiðlunar af hálfu vísindamanna, lélegs sumars í austur hluta Bandaríkjanna, þar sem fólk ruglar saman veðri og loftslagi og (mjög stór þáttur) almannatengsla fyrirtæki og þrýstihópar sem reyna að sá efasemdum í huga almennings,” segir prófessor Weaver.

    Þrátt fyrir minna traust á vísindin, þá segist helmingur þátttakenda í könnuninni styðja aðgerðir til að sporna við losun gróðurhúsalofttegunda. Þrátt fyrir að það geti leitt til hærra orkuverðs. Meirihlutinn, 56%, taldi einnig að Bandaríkinn ættu að taka þátt í aðgerðum með öðrum þjóðum um aðgerðir til að takast á við hnattrænar loftslagsbreytingar.

    Samkvæmt öðrum könnunum þá eru flestar þjóðir á því að loftslagsvandinn sé til staðar og að taka þurfi hann alvarlega og að setja þurfi loftslagsmál í hærri forgang. Sjá t.d. World Public Opinion.

    Ítarefni:
    Umfjöllun á vef The Pew Research Center for the People & the Press

    Frétt á vef COP15
    Könnun World Public Opinion
    Frétt á fréttavef Yahoo

  • Frétt: Þynning jökla á Grænlandi og Suðurskautinu

    Umfangsmikil rannsókn á jöklum Suðurskautsins og Grænlands sýnir að jökulþynning á Grænlandi er byrjuð á Norður-Grænlandi og hefur dreifst um allt Suðurskautið. Þynningin er að aukast inn á land á báðum jökulbreiðunum (e. Ice Sheet), samkvæmt nýrri grein í Nature. Í greininni kemur fram að þynningin hefur haldið áfram í áratugi eftir upppbrotnun íshellna/jökulþylja (e. Ice Shelf) og segir þar að ástæða þess sé hlýrri sumur, en þó ennfremur hlýrri hafstraumar.

    Einn aðalhöfunda, Pritchard hjá Breskum Suðurskautsrannsóknum segir í viðtali sem birtist í PlanetEarthOnline: “Jöklar geta minnkað vegna minni snjókomu, vegna aukinar sumarbráðnunar eða vegna þess að jöklar byrja að flæða hraðar – sem gerir þá óstöðuga. Við sýnum fram á að margir jöklar á báðum svæðum eru óstöðugir, vegna þess að þeir eru að bráðna hraðar”.

    Vísindamennirnir notuðu gögn frá NASA, úr svokölluðum ICESat gervihnetti til að bera saman mismun á hraða jökulstrauma – gögn frá árinu 2003-2008.  Niðurstaðan bendir til að jöklar hafi þynnst vegna hröðunar í átt til sjávar – svokölluð aflræn þynning (e. dynamic thinning) og Pritchard sagði ennfremur “Við höldum að þetta sé það sem gerðist með stóru jökulbreiðurnar í lok síðustu ísaldar. Rannsóknir sýna að þetta er að gerast á mörgum stöðum á Suðurskautinu og Grænlandi. Við urðum undrandi á því hversu umfangsmikil þessi bráðnun er”.

    Ný kort sem sýna bráðnun jökla á Grænlandi og Suðurskautinu. (Mynd: ICESat, NASA)
    Ný kort sem sýna bráðnun jökla á Grænlandi og Suðurskautinu. Rauðu svæðin sýna svæði þar sem jöklar eru að þynnast hraðast (Mynd: ICESat, NASA)

    Margt bendir til þess að vindar séu búnir að breyta sjávarstraumum og séu farnir að ýta hlýjum sjó í beina snertingu við fremsta hluta jöklana, en þeir jöklar sem eru að þynnast hraðar eru Pine Island jökullin, en einnig Smith og Thwaites jökullinn, en báðir eru á Vestur-Suðurskautinu. Þeir eru að þynnast um 9 m á ári.

    Jökulhörfun vegna aflrænnar þynningar er eitthvað sem lítið er vitað um, svo lítið að IPCC ákvað að taka það ekki með í reikninginn við áætlanir sínar um mögulega hækkandi sjávarstöðu. Það er ein af ástæðunum fyrir því að margir vísindamenn eru nú að spá meiri sjávarstöðuhækkunum en IPCC gerði, þeir eru farnir að gera ráð fyrir aukinni bráðnun Grænlands- og Suðurskautsjöklum. Pritchard segir að “aflræn þynning á Suðurskauts- og Grænlandsjöklum getur orðið langstærsti þátturinn í hækkandi sjávarstöðu … mesta þynningin er þar sem hröðun jökla er mest vegna uppbrotnunar íshellna”.

    Ágripið á ensku:

    Many glaciers along the margins of the Greenland and Antarctic ice sheets are accelerating and, for this reason, contribute increasingly to global sea-level rise. Globally, ice losses contribute 1.8 mm yr-1 , but this could increase if the retreat of ice shelves and tidewater glaciers further enhances the loss of grounded ice or initiates the large-scale collapse of vulnerable parts of the ice sheets. Ice loss as a result of accelerated flow, known as dynamic thinning, is so poorly understood that its potential contribution to sea level over the twenty-first century remains unpredictable. Thinning on the ice-sheet scale has been monitored by using repeat satellite altimetry observations to track small changes in surface elevation, but previous sensors could not resolve most fast-flowing coastal glaciers. Here we report the use of high-resolution ICESat (Ice, Cloud and land Elevation Satellite) laser altimetry to map change along the entire grounded margins of the Greenland and Antarctic ice sheets. To isolate the dynamic signal, we compare rates of elevation change from both fast-flowing and slow-flowing ice with those expected from surface mass-balance fluctuations. We find that dynamic thinning of glaciers now reaches all latitudes in Greenland, has intensified on key Antarctic grounding lines, has endured for decades after ice-shelf collapse, penetrates far into the interior of each ice sheet and is spreading as ice shelves thin by ocean-driven melt. In Greenland, glaciers flowing faster than 100 m yr-1 thinned at an average rate of 0.84 m yr-1, and in the Amundsen Sea embayment of Antarctica, thinning exceeded 9.0 m yr-1 for some glaciers. Our results show that the most profound changes in the ice sheets currently result from glacier dynamics at ocean margins.

    Heimildir:

    Greinin í Nature (áskriftar þörf) Pritchard o.fl 2009, Extensive dynamic thinning on the margins of the Greenland and Antarctic ice sheets

  • Frétt: Minnkandi losun koldíoxíðs í orkugeiranum í Bandaríkjunum vegna veiks efnahags

    Samkvæmt tölum frá EIA (Energy Information Administration) þá mun losun á koldíoxíði í orkugeiranum í BNA minnka um 6,0 %  á árinu 2009. Þetta er talið vera vegna þess að efnhagur landsins er veikur nú um stundir sem hefur áhrif á orkunotkun. Samkvæmt útreikningum þá er þetta um 8,5 % undir 2005 losun koldíoxíðs á orkusviðinu. Orkugeirin í BNA stendur á bakvið stóran hluta af losun koldíoxíðs í landinu. Hérundir sést hvernig breytingin hefur verið hlutfallslega, eftir því hvaðan losunin kemur. Það sem vekur athygli í tölunum er að notkun kola virðist hafa dregist meira saman en aðrir þættir. Spáin fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að það verði aftur aukning í losun koldíoxíðs í orkugeiranum á milli ára. Samkvæmt orkufrumvarpinu sem liggur fyrir hjá Bandaríkjaþingi þá er þessi minnkun á losun koldíoxíðs í ár, er um helmingurinn af þeirri minnkun sem samkvæmt orkufrumvarpinu þarf að nást fyrir 2020.

    Hlutfallsleg breyting á losun koldíoxíðs á milli ára eftir uppsprettu
    Hlutfallsleg breyting á losun koldíoxíðs frá orkugeiranum í BNA á milli ára eftir því hvaðan losunin kemur. Fengið af heimasíðu EIA.