Í þessu myndbandi er viðtal við James Hoggan, höfund bókarinnar Climate Cover-Up – The Crusade to Deny Global Warming. Þarna ræðir hann um það hvernig, samkvæmt hans athugunum, reynt er að leggja þránd í götu vísindanna af ýmsum “hugmyndabönkum” (e. think tanks). Hér er smá umfjöllun um bókina hans.
Tag: Afneitun
-
Heitt: Er hokkíkylfan ónýt?
McIntyre er maður nefndur, vísindabloggari og efasemdamaður um hlýnun jarðar af mannavöldum. En hann hefur í gegnum tíðina verið ákafur í því að gagnrýna hokkíkylfuna (sjá Hokkíkylfan er röng). Nú telur hann sig hafa fundið vísbendingar um að hokkíkylfan sé ómerk.
Ályktanir McIntyre
Samkvæmt McIntyre eru rjáhringjagögn fyrir Yamal hérað í Rússlandi of fá til að vera tölfræðilega marktæk og virðast vera handtínd úr stærri hópi gagna. Þegar allt gagnasafnið (eða annar hluti þess) er tekið þá sýna þau aðra mynd en hin klassíska hokkíkylfa – þ.e. litla sem enga hlýnun síðastliðin 100 ár eða svo.
Þar sem hokkíkylfan byggir að hluta til á þessum gögnum, þá þykir McIntyre nokkuð ljóst að hokkíkylfan er röng. Þar sem hokkíkylfan er röng, þá þykir honum nokkuð ljóst að hlýnun jarðar nú er ekki eins áhrifamikil og hokkíkylfan sýnir. Því eru þetta náttúrulegar sveiflur og hlýnun jarðar ekki af mannavöldum. Þessi frétt hefur síðan farið eins og eldur um sinu.
RealClimate er búið að skrifa um ásakanir hans á kaldhæðinn en sannfærandi hátt: Hey Ya! (mal), en einnig hefur Briffa (einn af þeim sem ásakaður er um falsanir) svarað honum: The Yamal ring-width chronology of Briffa (2000).
-
Heitt: Bandarísk auglýsing vekur furðu
Nýleg bandarísk auglýsing hefur vakið furðu og sýnir eflaust best hversu langt sumir vilja ganga til að koma í veg fyrir sátt milli þjóða heims í að draga úr losun CO2. Sjá umfjöllun á vef Guardian.
-
Myndband: Á hvaða plánetu býrð þú?
Það er alltaf hressandi að horfa á myndband eftir Peter Sinclair. Í síðustu viku kom þetta myndband út, en það fjallar um mýtu sem er nokkuð algeng, um að aðrar plánetur í sólkerfinu séu að hlýna og því geti hlýnunin á jörðinni ekki verið af mannavöldum.
Hægt er að nálgast slatta af myndböndum eftir Peter með því að smella hér. Það er mjög líklegt að nokkur af myndböndunum hans eigi eftir að lenda inn á þessum síðum, svo fylgist með.
-
Heitt: Kólnun næstu 10-20 árin?

Norður-Atlantshafsveifluvísirinn. Á leið til kólnunar? Nú eru menn einstaklega heitir við að túlka ummæli Mojib Latif (einn af loftslagsfræðingum IPCC) sem sagði að búast mætti við töluverðri kólnun á næstu 10-20 árum, samkvæmt loftslagslíkönum. Taldi hann að breytingar í Norður-Atlantshafssveiflunni (e. North Atlantic Oscillation – NAO) myndi tímabundið yfirgnæfa þá hlýnun sem verður vegna aukningar í gróðurhúsalofttegundum, eins og kemur fram í frétt NewScientist um málið.
Þeir sem efast um (afneita) hlýnun jarðar af mannavöldum hafa gripið þetta á lofti. Menn eru þó ekki á eitt sáttir um túlkun á orðum Latifs, sjá hér og hér.
Þessi skyndilega trú efasemdarmanna á loftslagslíkönum og loftslagsfræðingum IPCC er merkileg. Einnig skal bent á að þó að þessi “spá” hans rætist, þá segir það ekkert um hlýnun jarðar af mannavöldum. Náttúrulegar sveiflur í loftslagi er nokkuð sem loftslagsfræðingar eru almennt sammála um að muni gerast, þótt erfitt sé að spá fyrir um þær. Á eftir niðursveiflu náttúrulegra ferla sem hafa áhrif á loftslag kemur venjulega uppsveifla – þá er voðinn vís.
Hitt ber þó að geta að svo virðist sem þetta hafi verið svona “Hvað ef” dæmi og svo virðist sem hann hafi sagt í lokin að þó þetta myndi gerast, þá kæmi hlýnunin óhjákvæmilega aftur.
