Heitt: Er hokkíkylfan ónýt?

McIntyre er maður nefndur, vísindabloggari og efasemdamaður um hlýnun jarðar af mannavöldum. En hann hefur í gegnum tíðina verið ákafur í því að gagnrýna hokkíkylfuna (sjá Hokkíkylfan er röng). Nú telur hann sig hafa fundið vísbendingar um að hokkíkylfan sé ómerk.

Ályktanir McIntyre

Samkvæmt McIntyre eru rjáhringjagögn fyrir Yamal hérað í Rússlandi of fá til að vera tölfræðilega marktæk og virðast vera handtínd úr stærri hópi gagna. Þegar allt gagnasafnið (eða annar hluti þess) er tekið þá sýna þau aðra mynd en hin klassíska hokkíkylfa – þ.e. litla sem enga hlýnun síðastliðin 100 ár eða svo.

Þar sem hokkíkylfan byggir að hluta til á þessum gögnum, þá þykir McIntyre nokkuð ljóst að hokkíkylfan er röng. Þar sem hokkíkylfan er röng, þá þykir honum nokkuð ljóst að hlýnun jarðar nú er ekki eins áhrifamikil og hokkíkylfan sýnir. Því eru þetta náttúrulegar sveiflur og hlýnun jarðar ekki af mannavöldum. Þessi frétt hefur síðan farið eins og eldur um sinu.

Samanburður á trjáhringjagögnum frá Yamal. Rauða línan sýnir með 12 handvöldum sýnum. Svarta línan ef gögn frá Khadyta á eru tekin með og hin 12 sýnin ekki (mynd af heimasíðu McIntyre). Samanburður á trjáhringjagögnum frá Yamal. Rauða línan sýnir hitastigsproxý með 12 handvöldum sýnum. Svarta línan ef gögn frá Khadyta á eru tekin með og hin 12 sýnin ekki (mynd af heimasíðu McIntyre).

RealClimate er búið að skrifa um ásakanir hans á kaldhæðinn en sannfærandi hátt: Hey Ya! (mal), en einnig hefur Briffa (einn af þeim sem ásakaður er um falsanir) svarað honum: The Yamal ring-width chronology of Briffa (2000).

Athugasemdir

ummæli

About Höski

Áhyggjumaður um loftslagsmál