Loftslag.is

Tag: Hafið

  • Enn og aftur eru fingraför mannkyns á hnattrænu hlýnunina staðfest

    Enn og aftur eru fingraför mannkyns á hnattrænu hlýnunina staðfest

    Enn og aftur kemur fram rannsókn sem staðfestir mannleg áhrif á hnattræna hlýnun, í þetta skiptið varðandi hlýnun sjávar á heimsvísu. Hér undir má sjá stutt yfirlit á ensku og tengil á frétt Skeptical Science um málið.


    Gleckler et al Confirm the Human Fingerprint in Global Ocean Warming (via Skeptical Science)

    Posted on 27 June 2012 by dana1981 Although over 90% of overall global warming goes into heating the oceans, it is often overlooked, particularly by those who try to deny that global warming is still happening.  Nature Climate Change has a new paper by some big names in the field of oceanography,…

    (more…)

  • Áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi sjávar

    Áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi sjávar

    Hér fyrir neðan er fyrirlestur um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á vistkerfi sjávar, sem Dr. Ove Hoegh-Guldberg hélt fyrir nokkrum vikum í Bandaríkjunum.

    Þar kemur fram að vegna þess hversu hratt styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst í andrúmsloftinu, þá eru vistkerfi sjávar að verða fyrir breytingum sem hafa ekki sést í milljónir ára, en þær breytingar geta haft töluverðar og óafturkræfar breytingar í för með sér fyrir vistkerfi sjávar.  Sjávarlíffræðingar búast við miklum breytingum og að ýmislegt óvænt eigi eftir að koma í ljós eftir því sem styrkur CO2 í andrúmsloftinu eykst.

    Smelltu á myndina til að skoða fyrirlesturinn:

    Ove Hoegh-Guldberg NCSE talk from John Bruno on Vimeo.

    Ítarefni

    Mikið af þeim heimildum sem þessi fyrirlestur byggir á má finna hér – The Bruno Lab

  • Sjór, súrnun og straumar

    Næstkomandi laugardag (20. febrúar) mun Jón Ólafsson haffræðingur flytja erindi í fyrirlestraröðinni Vísindaeyjan: Landnám, loftslag og haf. Þetta er fjórði og síðasti fyrirlesturinn sem haldinn er af tilefni 10 ára afmæli Vísindavefsins.

    Þessi fyrirlestraröð er lofsvert framtak og höfum við á loftslag.is haft bæði gagn og gaman að – þótt við höfum ekki komist á alla fyrirlestrana. Hér fyrir neðan er lýsing á fyrirlestrinum, en hægt er að tilkynna komu sína á facebook (það er þó ekki skilyrði fyrir mætingu – líklega frekar til hægðarauka fyrir stjórnendur til að halda utan um það hvað það muni mæta margir) og skoða t.d. myndband: sjá Sjór, súrnun og straumar

    Erindi Jóns Ólafssonar í fyrirlestraröðinni Vísindaeyjan: Landnám, loftslag og haf.
    Í tilefni af tíu ára afmæli Vísindavefsins verður almenningi boðið á fjóra fyrirlestra um vísindi, fjóra laugardaga í röð.
    Fyrirlestrarnir verða í sal 132 í Öskju og hefjast kl. 13:00.
    Síðasti fyrirlesturinn verður haldinn laugardaginn 20. febrúar. Þá mun Jón Ólafsson, prófessor í haffræði við HÍ, flytja erindið Sjór, súrnun og straumar.

    Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Vísindaeyjan: Landnám, loftslag og haf.

    Höfin þekja um 70% jarðarinnar og í samspili við lofthjúpinn miðla þau sólarorku um hnöttinn. Flestir hafa heyrt getið um hnattræna hlýnum sem afleiðingu notkunar manna á jarðefnaeldsneyti (kolum, gasi og olíu). Höfin taka upp koltvíoxíð úr lofti, dágóðan hluta þess sem því berst vegna bruna á jarðefnaeldsneyti, sementsframleiðslu og við eyðingu skóga.
    Ef ekki nyti hafsins við væri koltvíoxíðstyrkur í lofti mun hærri en raun ber vitni og afleiðingar hnattrænnar hlýnunar öfgafyllri. En binding koltvíoxíðs breytir sýrustigi sjávar og áhrif þess á kalkmyndandi lífverur verða mjög neikvæð.
    Hér verður einkum fjallað um heimaslóð, Norður-Atlantshafið, og greint hvort vísbendingar séu um breytingar á sjó, hafstraumum og vistkerfum.

    Í leiðinni viljum við minna á að á Loftslag.is er viðburðadagatal sem ekki hefur fengið mikla athygli hjá okkur hingað til. En ef vel er athugað má sjá viðburðina neðst í hliðarstikunni til hægri. Við höfum bent á áhugaverða viðburði tengda loftslagsmálum sem við höfum heyrt af eða rekist á, auk þess sem við fáum stundum beiðni um að skýra frá sérstökum viðburðum. Við hvetjum alla sem heyra af einhverju áhugaverðu að hafa samband í gegnum netfangið loftslag@loftslag.is

  • Myndbönd: Jarðvísindavika NASA

    Hérundir eru 6 ný myndbönd sem eru hluti af því sem NASAexplorer rásin á YouTube kallar Jarðvísindavikuna (e. Earth Science Week) sem stendur nú yfir. Jarðvísindavikan setur jörðina og hafið í fókus og myndböndin eru m.a. hugsuð sem efni fyrir nemendur og kennara.  Þessi sex þátta röð, framleidd af NASA, skoðar mikilvægi hafsins varðandi loftslagsbreytingar.  Þarna eru viðtöl við vísindamenn NASA og allskonar útskýringarmyndir. Hvert myndband er í kringum 5-6 mínútur, þannig að þetta er rúmlega hálftími af fróðleik. Njótið þess góðir lesendur.