Loftslag.is

Tag: Fyrirlestrar

  • Fyrirlestraröð. Hvað ógnar loftslagskerfinu?

    Fyrirlestraröð. Hvað ógnar loftslagskerfinu?

     

    Föstudaginn 27. maí kl. 13.00–17.00 flytja tveir þekktustu loftslagsfræðingar samtímans, Michael E. Mann og Stefan Rahmstorf, röð fyrirlestra á vegum Earth101 á Háskólatorgi 105.

    Fyrirlestrarnir fjalla um hækkun sjávaryfirborðs, breytingar á rennsli Golfstraumsins, vaxandi veðurfarsöfgar, spár sem tengjast breytingum á veðurfari þessa öldina, áhrif afneitunariðnaðarins á loftslagsumræðuna, stjórnmálaskoðanir og loftslagsbreytingar, og margt fleira.

    Guðni Elísson, stofnandi Earth101 og prófessor í Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, setur þingið og stýrir umræðum.

     

    Loftslagskerfi

     

    Ítarefni:
    THE PAST, THE FUTURE. HOW FAST, HOW FAR?

    Tengt efni á loftslag.is

    Áhugaverð vika með Earth 101

  • Áhugaverð vika með Earth 101

    Áhugaverð vika með Earth 101

    Við höfum áður minnst á verkefnið Earth 101, en á næstu dögum er fjöldinn allur af áhugaverðum viðburðum í tengslum við það.

    Miðvikudaginn 25. febrúar næstkomandi, heldur prófessor Kevin Anderson, fráfarandi forstöðumaður Tyndall-loftslagsstonunarinnar í Manchester erindi á Háskólatorgi Háskóla Íslands, sem kallast Strúturinn eða Fönixinn.  Sjá nánar hér:

    The Ostrich or the Phoenix?: Dissonance or creativity in a changing climate

    KevinAnderson-1



     

    Á fimmtudaginn 26. febrúar verður svo sýning á heimildarmyndinni Merchents of Doubt, auk þess sem Erik Conway svarar spurningum úr sal. Sýningin er í Bíó Paradís og hefst klukkan 20:00, sjá hér:

    Merchants of Doubt: Screening and Q&A with Erik Conway




     

    Föstudagskvöldið 27. febrúar er stefnan aftur tekin á Bíó Paradís, en þar verða sýndar, í samstarfi við Stockfish kvikmyndahátíðina, verðlaunamyndir úr stuttmyndakeppni Alþjóðabankans um loftslagsmál. Sjá einnig hér:

    Action4Climate: Global Documentary Challenge Winners

     

    ACTION4CLIMATE TRAILER from Connect4Climate on Vimeo.



     

    Á sunnudaginn 1. mars næstkomandi verður síðan haldið málþing í Háskóla Íslands, en þar mun Halldór Björnsson verkefnisstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands stjórna umræðum, en Guðni Elísson prófessor setur þingið og kynnir þátttakendur. Á málþinginu verða nokkrir þekktustu sérfræðingar samtímans á sviði loftslagsrannsókna, Gavin Schmidt, Erick Fernandes, Kevin Anderson og Erik M. Conway. Sjá  nánar hér:

    Hot future, cold war: Climate science and climate understanding

    unnamed

    Heimildir og ítarefni:

    Earth  101

    Tengt efni á loftslag.is

    Earth 101

    Michael Mann á Íslandi

  • Brennandi spurningar. Hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda?

    Brennandi spurningar. Hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda?

    FyrirlesturAnneAghion2„Brennandi spurningar. Hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda?“

    Mike Berners-Lee í Öskju 132, fimmtudaginn 4. desember (12.00–13.00)

    „Heillandi og mikilvæg. Ég mæli eindregið með henni.“

    Al Gore um bók Berners-Lee The Burning Question.

    Mike Berners-Lee, a leading expert in carbon-footprints, author and director of Small World Consulting at Lancaster University, will give the lecture “Burning Questions: How much fuel needs to stay in the ground? Why is this so hard? And how can we make it possible?” in Askja 132 on December 4th (12.00–13.00).

    Guðni Elísson, prófessor í Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, kynnir Berners-Lee og stýrir umræðum.

    Í bókum sínum How Bad Are Bananas (2010) og The Burning Question (2013), en þá síðarnefndu skrifaði Mike Berners-Lee með Duncan Clark, skoðar Berners-Lee kolefnislosun einstaklinga, stofnana og þjóða. Hann spyr hvers vegna okkur gangi svona illa að snúa þróuninni við og hvers konar blanda stjórnmálahugmynda, hagfræði, tækni og sálfræði geti nýst okkur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Lee er forstöðumaður Small World Consulting við Lancaster-háskóla og hann hefur hlotið einróma lof fyrir bækur sínar af vísindamönnum og umhverfisverndarsinnum.

    Bækur Mike Berners-Lee er hægt að kaupa í Bóksölu Stúdenta.

     

     

  • Earth 101

    Earth 101

    earth101Við á loftslag.is viljum vekja athygli á góðu og fróðlegu verkefni sem Guðni Elísson hefur haft yfirumsjón með, en það kallast Earth 101. Fyrir rúmu ári síðan blés hann til málstofu þar sem hann fékk nokkra af fremstu loftslagsvísindamönnum heims í heimsókn og kvikmyndagerðamenn sem hafa verið að skrásetja afleiðingar loftslagsbreytinga, ásamt því að fjalla um hugsanlegar lausnir á vandanum.

    Á heimasíðu verkefnisins má meðal annars horfa á helstu atriði málstofunnar sem var í fyrra, mjög áhugaverðir fyrirlestrar.

    Við höfum heyrt af því að verkefnið sé enn í gangi og að búið sé að festa áhugaverða fyrirlesara, en nánar um það síðar.

    Earth 101

    .
    Tengt efni á loftslag.is

    Michael Mann á Íslandi

  • Bill McKibben, 350.org og loftslagsbreytingar

    Bill McKibben, 350.org og loftslagsbreytingar

    bill_mckibbenEinn áhrifamesti fyrirlesari um loftslagsbreytingar, Bill McKibben heldur opinn fyrirlestur í boði Landverndar, Norræna hússins og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni “Frá vitund til verka” um hugarfarsbreytingu í umhverfismálum og fer fram í Háskólabíó, SAL 1, sunnudaginn 5. maí kl. 12:30. Ef þið hafið möguleika, vinsamlega skráið ykkur á Facebook viðburð sem hefur verið stofnaður um fyrirlesturinn – en annars bara mæta, þetta er opinn viðburður.

    Bill McKibben er höfundur fjölda bóka um umhverfismál og einn stofnenda hinnar alþjóðlegu grasrótarhreyfingar 350.org, sem berst fyrir því að verja Jörðina fyrir hlýnun andrúmslofts. Samtökin hafa samhæft um 15 þúsund fjöldafundi í 189 löndum síðan 2009.

    Bill McKibben er höfundur bókarinnar „The End of Nature“ sem var ein fyrsta bók fyrir almenning um loftslagsbreytingar. McKibben skrifar í fjölmörg tímarit, m.a. The New York Times, The Atlantic Monthly, Rolling Stone og Outside. Hann kemur fram út um allan heim og er afar vinsæll og áhrifamikill fyrirlesari. Time Magazine hefur útnefnt hann sem „The planet’s best green journalist“ og árið 2010 skrifaði Boston Globe að hann væri „probably the country’s [US] most important environmentalist“.

    Hér að neðan eru linkar á upplýsingar um McKibben og um 350.org.

     

  • Grænn Apríl – Dagur Jarðar 2013

    Grænn Apríl – Dagur Jarðar 2013

    dag_litVið viljum vekja athygli á áhugaverðri dagskrá sem er í tengslum við Dag Jarðar og félagasamtökin Grænn Apríl standa fyrir, í Háskólabíói þann 21.apríl en dagskrá hefst klukkan 15:
    Þema dagsins er „Birting loftslagsbreytinga“ og um það verður fjallað í  stuttum fyrirlestrum af okkar færustu vísindamönnum.

    Fyrirlesarar eru:
    Dr. Tómas Jóhannesson, Jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands – Áhrif loftslagsbreytinga á veðurfar.
    Dr. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, dósent við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands – Áhrif loftslagsbreytinga á jökla og hækkun sjávarstöðu.
    Dr. Bjarni Diðrik Sigurðarson, prófessor og brautarstjóri skógfræði og landgræðslu við Landbúnaðarháskóla Íslands – Skógar og loftslagsbreytingar: hver er tengingin?
    Dr. Jón Ólafsson, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands – Súrnun sjávar.
    Dr.Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands – Verndun jarðvegs.
    Dr. Harald J. Sverdrup, verkfræðingur og Frumkvöðull Ársins 2012 í Noregi – Tenging auðlinda og auðs.

    Inn á milli fyrirlestra verða sýnd myndbönd þar sem spurt er; “Hvað er smart við að vera umhverfisvænn?” ásamt myndasýningu Gunnars V. Andréssonar, ljósmyndara af náttúruperlum Íslands.

    Auk þess mun tónlistarfólkið Torgeir Vassvik, Friðrik Karlsson og Íris Lind Verudóttir koma fram.

    Dagskrá hefst klukkan 15:00. Miðaverð í forsölu til 19.apríl er (miði.is)  990 krónur eftir það 1.290 krónur. Allur ágóði af viðburðinum rennur til skógræktarátaksins APRÍLSKÓGAR 2013.

     

    Það eru félagasamtökin Grænn Apríl sem standa fyrir Degi Jarðar 2013

  • Áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á umhverfið og samfélag manna

    Áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á umhverfið og samfélag manna

    Fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 16 nóvember frá klukkan 15:00-17:00 í V101.

    Dagskrá:

    15.00 Orsakavaldar loftslagsbreytinga fyrr og nú
    Jón Egill Kristjánsson, prófessor við Oslóarháskóla
    15.30 Áhrif hnattrænna loftlagsbreytinga á jökla og sjávarborð
    Helgi Björnsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
    15.50 Áhrif loftslagsbreytinga á landvistkerfi á norðurhveli
    Bjarni D. Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
    16.10 Hitamál og kaldar tölur: Afneitun almennings og hættur loftslagshlýnunar
    Guðni Elísson, prófessor við Háskóla Íslands
    16.30 Umræður

    Fundarstjóri: Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða

  • Haparanda – Málþing um olíu- og gasvinnslu á Norðurslóðum

    Haparanda – Málþing um olíu- og gasvinnslu á Norðurslóðum

    Mér hefur boðist einstakt tækifæri til að taka þátt í málþingi (e. workshop) um framtíð olíu- og gasvinnslu á norðurslóðum sem haldið er í Haparanda í Svíþjóð. Í gögnum varðandi málþingið sem mér hafa borist kemur m.a. eftirfarandi fram (þýðing úr ensku):

    Það er áætlað að undir hafsbotni á norðurslóðum megi finna allt að fjórðung allra óupgötvaðra olíu- og gasbirgða í heiminum. Hratt hop eldri og þykkari hafíss ásamt meiri eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti hefur dregið athygli að Norðurskautinu sem aldrei fyrr. Jafnvel á sama tíma og heimurinn ræðir um nauðsyn þess að skipta í loftslagsvænni orku, þá eru öflugir efnahagshvatar fyrirtækja og stjórnvalda til að hrinda af stað könnun Norðurslóða, til að mynda könnun staða eins og í Alaska, Vestur Kanada, Grænlands- og Barentshafi ásamt Norður-Rússlandi.

    Málþinginu er ætlað til að auka þekkingu og byggja upp getu meðal frjálsra félagasamtaka (NGOs) á sviði olíu- og gas notkunar og bjóða upp á tækifæri fyrir viðkomandi samtök til stefnumótunar um málefnið.

    Ráðstefnudögunum tveimur verður skipt í þrjá þematengda fundi/efni, þar sem eftirfarandi efni verða höfð að leiðarljósi.

    1. Olía og gas á norðurslóðum í hnattrænu samhengi – umfangið í dag og þróun til framtíðar, ásamt umræðu um þá hvata sem að baki liggja
    2. Tekist á við áskoranir – dæmi um núverandi stefnu og frumkvæði
    3. Horft fram á við –  hlutverk frjálsra félagasamtaka og hvernig hægt er að hafa áhrif á umræðuna

    Málþingið verður haldið dagana 12.-13. nóvember og mun ég skrifa um upplifun mína hér á loftslag.is undir liðnum Haparanda. Þetta er einstakt tækifæri fyrir mig (og vonandi fyrir lesendur líka) til að setja mig inn í hvernig umræðan um þetta málefni er að þróast. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi núverandi umræðu hér á landi um hugsanlega olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ég kem að þessu sem óbundinn einstaklingur og vona að ég geti komið boðskapi fundarins á framfæri hér á loftslag.is. Ég fer á fundinn í boði UNEP GRID-Arendal, en milliliður og aðal hvatamaður að þátttöku minni á málþinginu er Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

    Á málþinginu verða aðilar frá frjálsum félagasamtökum, iðnaðinum, stjórnvöldum, háskólum, sjóðum og öðrum áhugasömum einstaklingum. Þátttökulistinn inniheldur m.a. fólk frá Shell, Greenpeace, Háskólum frá m.a. Laplandi og Danmörku og opinberum stofnunum frá ýmsum löndum.

    Nýjung, núna er einnig hægt að bæta við ummælum á loftslag.is í gegnum Facebook, sjá hér undir.

    Tengt efni á loftslag.is:

  • Michael Mann á Íslandi

    Michael Mann á Íslandi

     

    Við á loftslag.is viljum vekja athygli á stórviðburði sem verður í næstu viku:

    The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines

    Hvenær hefst þessi viðburður:
    13. júní 2012 – 12:00
    Staðsetning viðburðar:
    Nánari staðsetning:
    Stofa 101
    Háskóli Íslands

    Miðvikudaginn 13. júní næstkomandi flytur einn þekktasti loftslagsvísindamaður heims, Michael E. Mann, prófessor við Penn State University, fyrirlestur á vegum EDDU – öndvegisseturs og Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 12.00–13.30 í Odda, stofu 101.

    Í fyrirlestrinum, sem ber heitið „The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines“, fjallar Mann um rannsóknir sínar og það hvernig línuritið sem kennt er við „hokkíkylfuna“ varð að þekktustu táknmynd hins svonefnda loftslagsstríðs. Að auki ræðir hann hið svokallaða „Climategate” hneyksli frá 2009 og það hvernig fjölmiðlar halda sjónarmiðum þeirra sem afneita loftslagsbreytingum á lofti.

    Fyrirlesturinn er öllum opinn án endurgjalds.

    Hægt er að kaupa bókina The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines eftir Mann í Bóksölu stúdenta.

  • Ársfundur Veðurstofu Íslands á morgun

    Ársfundur Veðurstofu Íslands á morgun

    Við minnum á ársfund Veðurstofu Íslands, samanber fréttatilkynningu hér fyrir neðan:

    Veðurstofa Íslands heldur ársfund sinn fimmtudaginn 22. mars 2012 í nýju húsnæði Veðurstofunnar að Bústaðavegi 7 og hefst fundurinn kl. 15:00.

    Ársskýrsla Veðurstofunnar kemur út sama dag en þetta er dagur vatnsins, sem haldinn er 22. mars ár hvert. Að loknu ávarpi umhverfisráðherra og kynningu forstjóra verða flutt þrjú erindi.

    Dagskrá:

    • 15:00 Ávarp umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur
    • 15:05 Árni Snorrason forstjóri: Frá Veðurstofunni
    • 15:20 Theodór F. Hervarsson framkvæmdastjóri: Eftirlit og spá
    • 15:40 Sigrún Karlsdóttir náttúruvárstjóri, Evgenia Ilyinskaya eldfjallasérfræðingur og Emmanuel P. Pagneux sérfræðingur í flóðarannsóknum: Eldfjallarannsóknir og áhættumat eldfjalla. Áætlun gerir ráð fyrir að unnið verði að fjórum fagverkefnum á næstu þremur árum: Úttekt á þekkingu á íslenskum eldstöðvum. Forgreiningu á áhættu vegna flóða samfara eldgosum. Forgreiningu á sprengigosum á Íslandi. Forgreiningu á eldgosum sem valdið geta miklu eignatjóni, þ.e. eldgosum nálægt þéttbýli og alþjóðlegum flugvöllum á Íslandi.
    • 16:00 Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur í jöklarannsóknum: Loftslagsverkefnið Climate and Energy Systems. Norræna ráðherranefndin gaf nýlega út skýrslu með niðurstöðum úr samvinnuverkefni loftslagsfræðinga á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum. Eru þar settar fram sviðsmyndir veðurfars fram til miðrar 21. aldar og reiknuð áhrif hlýnunar á endurnýjanlega orkugjafa. Í erindinu verður gerð grein fyrir aðalniðurstöðum verkefnisins og sagt frá öðrum loftslagsverkefnum á vegum Veðurstofu Íslands.

    Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar.