Michael Mann á Íslandi

 

Við á loftslag.is viljum vekja athygli á stórviðburði sem verður í næstu viku:

The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines

Hvenær hefst þessi viðburður:
13. júní 2012 – 12:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa 101
Háskóli Íslands

Miðvikudaginn 13. júní næstkomandi flytur einn þekktasti loftslagsvísindamaður heims, Michael E. Mann, prófessor við Penn State University, fyrirlestur á vegum EDDU – öndvegisseturs og Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 12.00–13.30 í Odda, stofu 101.

Í fyrirlestrinum, sem ber heitið „The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines“, fjallar Mann um rannsóknir sínar og það hvernig línuritið sem kennt er við „hokkíkylfuna“ varð að þekktustu táknmynd hins svonefnda loftslagsstríðs. Að auki ræðir hann hið svokallaða „Climategate” hneyksli frá 2009 og það hvernig fjölmiðlar halda sjónarmiðum þeirra sem afneita loftslagsbreytingum á lofti.

Fyrirlesturinn er öllum opinn án endurgjalds.

Hægt er að kaupa bókina The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines eftir Mann í Bóksölu stúdenta.

Athugasemdir

ummæli

About Ritstjórn Loftslag.is

Ritstjórn Loftslag.is