Hér er áhugavert myndband sem sýnir hvernig losun CO2 gæti þurft að þróast ef takast eigi að halda hlýnuninni fyrir innan tveggja gráðu markið, ef gæta á sanngirnis milli þjóða heims.
Tag: Framtíðarsýn
-
Frétt: Rannsóknir í líftækni iðnaði geta stuðlað að minni losun koldíoxíðs
Ýmsar lausnir eru ræddar til að minnka losun koldíoxíðs af mannavöldum. Rannsóknir í líftækni iðnaðinum virðast einnig ætla að koma fram með lausnir á því sviði. Talið er að líftæknin geti hjálpað til við að minnka losun koldíoxíðs um allt að 2,5 miljarða tonna á ári, sem svarar u.þ.b. til losunar Þýskalands á ári hverju. Þetta kemur fram í skýrslu frá WWF (World Wildlife Fund).Dæmi um tækni þar sem líftækni kemur til sögunnar, er að nú eru komin á markað þvottaefni þar sem hægt er að þvo á 30°C í stað 60°C, en ná samt sama árangri við þvott. Þar sem rafmagn er víða framleitt í raforkuverum sem brenna jarðefnaeldsneyti, þá hefur þessi aukna skilvirkni þvottaefnisins eitthvað að segja sem mótvægisaðgerð við losun koldíoxíðs. Það eru ensým í þvottefninu sem gera það að verkum að þessi árangur næst. Ensým þessi verða til við framleiðslu í líftækni iðnaðinum.
Talið er að fyrir 2030 sé möguleiki á því að losun koldíoxíðs geti verið á milli 1 – 2,5 miljarðar tonna minni ár hvert, vegna tækni sem líftækni iðnaðurinn kemur fram með. Það kann því að vera að hluti þeirra lausna, sem minnka losun koldíoxíðs, komi frá líftækni iðnaðinum. Ýmiskonar tækni frá líftækni iðnaðinum er nýtt í daglegu lífi í dag. Sem dæmi má nefna lausnir, sem stytta tímann sem tekur að baka nýtt brauð og lausnir sem auka uppskeru í vín-, osta- og jurtaolíuframleiðslu, ásamt þvottaefninu sem nefnt er hér að ofan.
Heimildir:
-
Frétt: Súrnun sjávar – áhrif á lífverur
Auk hlýnunar jarðar, þá veldur losun CO2 (koldíoxíðs) út í andrúmsloftið önnur og minna þekkt áhrif, svokallaða súrnun sjávar (e. ocean acidification). Frá aldamótunum 1800 hefur sjórinn gleypt einn þriðja af losun manna á CO2 og hefur sjórinn því verið eins konar sía sem minnkað hefur áhrif CO2 á hlýnun jarðar – en um leið hefur það haft áhrif á efnafræði sjávar. Áætlað hefur verið að ef losun heldur fram sem horfir, þá muni pH gildi sjávar falla um 0,4 til ársins 2100, þannig að sýrustig sjávar yrði hærra en síðastliðin 20 milljón ár.

Sýnishorn af lifandi bertálkna (limacina helicina) (a) við pH gildi 8,09 (b) og við pH gildi 7,8 (c) (mynd úr grein Comeau ofl) Vísindamenn hjá Laboratoire d’Océanographie í Frakklandi hafa nú sýnt fram á að lykil lífverur, líkt og djúpsjávarkórallar (Lophelia pertusa) og skeldýr af ætt bertálkna (Limacina helicina), eigi eftir að verða fyrir töluverðum neikvæðum áhrifum í framtíðinni vegna áætlaðar súrnunar sjávar. Þeir rannsökuðu fyrrnefndar lífverur og áhrif breytingar á pH-gildi á skeljamyndun, en þessar lífverur mynda skel úr kalki. Þessar tegundir gegna mikilvægu hlutverki í sínu vistkerfi og lifa á svæðum sem verða fyrst fyrir barðinu á súrnun sjávar.
Fyrrnefndur bertálkni er mikilvægur fyrir vistkerfi sjávar á norðurslóðum en kalkskel hans er honum nauðsynleg vörn. Höfundar komust að því að við það að breyta pH gildi sjávar í áætluð gildi fyrir árið 2100 þá óx skel bertálknanna 30% hægar en við eðlilegt gildi.
Djúpsávarkórallinn sýndi enn minni vaxtarhraða eða um 50% hægari vöxt við fyrrnefndar breytingar og en hann þykir mikilvægur við að skapa búsvæði fyrir aðrar lífverur. Hægari vöxtur myndi því hafa neikvæð áhrif á þau vistkerfi.
Höfundar lýsa áhyggjum sýnum af framtíð bertálknanna, djúpsjávarkóralla og þeirra lífvera sem eru háðar þeim til lífsafkomu ef súrnun sjávar verður líkt og spár segja til um. Þeir telja að til að koma í veg fyrir að súrnun sjávar verði vandamál viðlíka sem þessi rannsókn bendir til, þá verði að draga töluvert úr losun CO2 út í andrúmsloftið.
Heimildir:
Greinin um bertálknana: Impact of ocean acidification on a key Arctic pelagic mollusc (Limacina helicina) – Comeau ofl. 2009
Greinin um djúpsjávarkórallana: Calcification of the cold-water coral Lophelia pertusa under ambient and reduced pH – Maier ofl. 2009 -
Myndband: Age of stupid
Á þriðjudagin, 22. september, verður sýnd hér á Íslandi, mynd sem við mælum með, þrátt fyrir og kannski vegna þess hversu dramatísk hún virðist vera. Hún heitir The Age of Stupid.
Hér er sýnishorn úr myndinni:
Hægt er að skrá sig á forsýninguna á Facebook, en þar eru einnig upplýsingar um sýningartíma og fleira.
Umfjöllun um myndina má finna víða í erlendum fjölmiðlum, hér er frétt úr The Guardian.
-
Léttmeti: Gæði tékkneska bjórsins gæti versnað við hlýnun jarðar
Afleiðingar hlýnunar jarðar tekur á sig margar myndir. Nú bendir margt til þess að hlýnun jarðar geti átt eftir að hafa slæm áhrif á svokallað Saaz humla sem er ein af afurðunum sem þykir hvað mikilvægust til að brugga hinn frábæra tékkneska bjór (svokallaðan Pilsner).Vísindamenn frá Tékklandi og Bretlandi notuðu veðurfarsgögn með hárri upplausn, uppskeru og gæði humlana til að áætla afleiðingar loftslagsbreytinga á Saaz humlana í Tékklandi milli 1954 og 2006. Humlarnir sem taldir eru bestir innihalda um 5% af svokallaðri alfa sýru, sem þykir nauðsynleg til að búa til hið fína, bitra bragð af hinum tékkneska bjór.
Rannsóknir vísindamanna bendir til að magn alfa sýrunnar hafi minnkað um 0,06% síðan 1954 og að úlit sé fyrir að með hlýnun jarðar þá muni gæði humlana minnka enn frekar.
Þetta kemur heim og saman við niðurstöður rannsókna annars staðar frá, en talið er að humlaræktun í Austur Þýskalandi og Slóvakíu sé í svipað vondum málum.
Heimildir
Hægt er skoða greinina hér: The impact of climate change on the yield and quality of Saaz hops in the Czech Republic