Frétt: Rannsóknir í líftækni iðnaði geta stuðlað að minni losun koldíoxíðs

biotechÝmsar lausnir eru ræddar til að minnka losun koldíoxíðs af mannavöldum. Rannsóknir í líftækni iðnaðinum virðast einnig ætla að koma fram með lausnir á því sviði. Talið er að líftæknin geti hjálpað til við að minnka losun koldíoxíðs um allt að 2,5 miljarða tonna á ári, sem svarar u.þ.b. til losunar Þýskalands á ári hverju. Þetta kemur fram í skýrslu frá WWF (World Wildlife Fund).

Dæmi um tækni þar sem líftækni kemur til sögunnar, er að nú eru komin á markað þvottaefni þar sem hægt er að þvo á 30°C í stað 60°C, en ná samt sama árangri við þvott. Þar sem rafmagn er víða framleitt í raforkuverum sem brenna jarðefnaeldsneyti, þá hefur þessi aukna skilvirkni þvottaefnisins eitthvað að segja sem mótvægisaðgerð við losun koldíoxíðs. Það eru ensým í þvottefninu sem gera það að verkum að þessi árangur næst. Ensým þessi verða til við framleiðslu í líftækni iðnaðinum.

Talið er að fyrir 2030 sé möguleiki á því að losun koldíoxíðs geti verið á milli 1 – 2,5 miljarðar tonna minni ár hvert, vegna tækni sem líftækni iðnaðurinn kemur fram með. Það kann því að vera að hluti þeirra lausna, sem minnka losun koldíoxíðs, komi frá líftækni iðnaðinum. Ýmiskonar tækni frá líftækni iðnaðinum er nýtt í daglegu lífi í dag. Sem dæmi má nefna lausnir, sem stytta tímann sem tekur að baka nýtt brauð og lausnir sem auka uppskeru í vín-, osta- og jurtaolíuframleiðslu, ásamt þvottaefninu sem nefnt er hér að ofan.

Heimildir:

Frétt af vef WWF

Frétt af vef COP15

Athugasemdir

ummæli

About Sveinn Atli

Sveinn Atli: Fjölskyldumaður og áhugamaður um loftslagsmál.