Loftslag.is

Category: Tenglar

Heitir tenglar um loftslagstengd mál

  • Mýtur Moncktons

    Mýtur Moncktons

    Þeir sem fylgst hafa eitthvað með umræðum um loftslagsbreytingar kannast eflaust við Monckton “Lávarð“, en við höfum minnst á hann hérna áður. Ósjaldan vísa “efasemdamenn” um hnattræna hlýnun í myndbönd eða greinar þar sem Monckton kemur við sögu – en útúrsnúningar og bjaganir á vísindarannsóknum virðast vera hans sérgrein. Allavega hefur hann engar loftslagsrannsóknir sem styðja gífuryrði sín. Þrátt fyrir það er hann fenginn til að halda fyrirlestra og til ráðgjafar um loftslagsmál víða um heim. Það er ráðgáta hvers vegna.

    Nú hafa snillingarnir á Skeptical Science tekið saman gagnagrunn þar sem farið er yfir algengustu rök Moncktons og þau brotin niður til mergjar og leiðrétt. Smellið á myndinni hér fyrir neðan til að skoða mýtur Moncktons og rök gegn þeim:

    Að auki er rétt að minnast  á að nú nýverið var á BBC heimildamynd um “efasemdamenn” um hnattræna hlýnun, þar sem skyggnst var á bak við tjöldin. Svo skemmtilega vill til að Monckton kemur eitthvað við sögu í þessari heimildamynd og reyndi hann að fá heimildamyndina bannaða – en svo virðist sem efasemdamenn um hnattræna hlýnun séu frekar hrifnir af ritskoðun, eins og fjölmörg dæmi sanna. Heimildamyndin heitir samkvæmt áreiðanlegum heimildum Meet the Climate Skeptics, en erfitt hefur reynst að komast að eintaki sem hægt er að horfa á hér á Íslandi*. Hér fyrir neðan má þó allavega nálgast sýnishorn úr heimildarmyndinni, smelltu á myndina til að skoða sýnishornið:

    *Ef einhver kemst að tengli þar sem hægt er að horfa á téð myndband, þá endilega látið vita – annað hvort í athugasemdum eða á loftslag@loftslag.is

    Tengt efni á loftslag.is

  • Tenglar

    Tenglar

    tenglar

    Hér eru slóðir á ýmsar heimasíður sem ritstjórninni þykja áhugaverðar. Gera má ráð fyrir að það komi fleiri tenglar inn hérna eftir því sem fram líða stundir.

    Bloggveitan – ýmsar blogg- og heimasíður sem skrifa um loftslagsmál:

    Fréttasíður um loftslagsmál:

    Stofnanir:

    • Veðurstofan (ís.) – þessa síðu þekkja allir
    • NSIDC.org (e.) – nýjustu upplýsingarnar um breytingar á hafísþekjunni
    • NASA.gov (e.) – nýjustu fréttirnar frá NASA – loftslagsmál og geimferðir ásamt fleiru
    • DMI (dk.) – danska veðurstofan um loftslagsmál
    • Climate.gov – upplýsingar um loftslagsmál frá NOAA
    • NOAA – stofnun í BNA sem m.a. fylgist með loftslagi

    Ýmsar íslenskar síður:

    • Stjörnuskoðun.is – hafsjór fróðleiks um stjörnufræði og tengd málefni
    • Náttúran.is – alhliða umhverfisvæn síða sem skrifar einnig um loftslagsmál
    • Vísindin.is – fréttasíða um vísindalegar uppgötvanir frá A-Ö
    • Orkusetur.is – heimasíða með upplýsingum um betri orkunýtingu
    • CO2.is – heimasíða með upplýsingum um loftslag og losun
    • Vefsíðulistinn – Hér er hægt að skrá vefsíður að kostnaðarlausu

    Ef áhugasömum lesendum dettur eitthvað fleira í hug, er um að gera að stinga upp á tenglum í athugasemdum 🙂

    [Síðast uppfært 3. september 2010]

  • Gagnvirk kortaþekja fyrir Google Earth

    Skjámynd af Google Earth, með myndbandi

    Við höfum áður fjallað um gagnvirkt kort frá Met Office, þar sem farið er yfir hugsanlegar afleiðingar þess ef hnattrænn hiti jarðar fer yfir 4°C, eins og sumar spár benda til að geti gerst á þessari öld.

    Nú er hægt að skoða þetta gagnvirka kort í forritinu Google Earth (sem margir eru með í sínum tölvum) og búið að bæta við myndbönd sem hægt er að skoða í gegnum forritið með því að smella á tákn á kortinu. Myndböndin eru viðtöl við sérfræðinga þar sem þeir ræða afleiðingar þær sem 4°C hækkun getur mögulega haft.

    Fleira er hægt að skoða með þessari kortaþekju og mælum við með að fólk kynni sér það nánar.

    Hér er hægt að niðurhala kortaþekjunni(kml), nauðsynlegt er að hafa Google Earth í tölvunni til að skoða (Hægt er að hala niður Google Earth hér)

    Ítarefni

    Umfjöllun um fyrrnefnt gagnvirkt kort

    Fyrir tíma loftslag.is birtum við á loftslagsblogginu upplýsingar um aðra viðbót fyrir Google Earth, til að skoða sjávarstöðubreytingar – sjá Sjávarstöðubreytingar

    Þeir sem vilja eingöngu skoða myndböndin geta gert það á Youtube – MetOffice

  • Climate TV – útsending í kvöld

    Við fréttum fyrir skemmstu af útsendingum hjá netsjónvarpstöð sem kallar sig  Climate TV, en við höldum að fyrsta beina útsendingin hefjist í nótt klukkan 1:00 að íslenskum tíma (aðfaranótt 26.mars).

    Við vitum í raun lítið um þessa sjónvarpstöð, annað en það sem við sáum á Desmogblog, en svo virðist sem að einn af stjórnendum þess sé Kevin Grandia, sjá umjöllun hans um útsendinguna í nótt: Climate Crock Live and Interactive With Peter Sinclair Tonight.

    Þarna verða beinar útsendingar og gagnvirkt (interactive), þar sem kastljósinu er beint að persónum, höfundum, kvikmyndagerðamönnum, heimildamönnum, sérfræðingum í stefnumótun og stjórnmálamönnum sem hafa vit á og fjallað hafa um loftslagsbreytingar. Áhorfendur geta svo sent inn spurningar til þeirra sem eru í útsendingunni.

    Í nótt (klukkan 1:00 að íslenskum tíma) verður Peter Sinclair, höfundur myndbandanna Climate Crock of the Week  sem einnig kallar sig Greenman3610 á YouTube.  Þá verður fyrst sýnt nýlegt myndband eftir Peter, sem við birtum á loftslag.is fyrir stuttu síðan (sjá Hvað er vitað um loftslagsbreytingar?) og svo fær hann spurningar bæði frá stjórnanda og áhorfendum.

    Við hvetjum alla sem að halda sér vakandi svo lengi að kíkja á þetta – lofum þó ekki að það verði gott samband, en hver veit. Þess ber að geta að nú þegar er fullt af myndböndum þar sem hægt er að horfa á, viðtöl og fleira.

    Sjá Climate TV

  • Hvað segja vísindamenn um loftslagsbreytingar

    Við viljum benda á áhugaverða síðu sem er hluti af heimasíðu National Science Foundation, en þar má finna hafsjó fróðleiks um ýmislegt sem varðar loftslagsmál og vísindin þar á bakvið.

    Tekin eru viðtöl við fremstu loftslagsvísindamenn heims og fræðin útskýrð á einfaldan hátt. Smellið á myndina hér fyrir neðan til að fara inn á síðuna og njótið:




  • Nýtt iPhone forrit

    iphone_app_top10Út er komið nýtt forrit frá iPhone þar sem mýtur efasemdarmanna um hlýnun jarðar eru skoðaðar og hraktar. Það er gert af John Cook sem heldur úti heimasíðunni Skeptical Science.

    Ef þú átt iPhone síma (eða ætlar að eignast slíkan síma), þá getur þú nú náð þér í þetta forrit og næst þegar einhver segir að hlýnunin sé af völdum sólarinnar, að loftslag sé alltaf að breytast eða jafnvel að það sé að kólna en ekki hlýna – þá geturðu opnað iPhone símann og bent viðkomandi á það sem vísindin hafa að segja um málið.

    Sá sem þetta skrifar er ekki nýjungagjarn og notar símann sinn aðallega til að hringja með og sem vekjaraklukku. En nýtt forrit sem nota má í iPhone símum fékk hann til að íhuga þann kost og athuga með verð á slíkum símum. Enn sem komið er, eru slíkir símar mjög dýrir – en miðað við eðlilega þróun, þá ættu þeir að verða viðráðanlegir í verði þegar á líður.

    Hægt er að fræðast nánar um þetta forrit á heimasíðu Skeptical Science og umfjöllun má finna um það á óopinberu bloggsíðu Apple.

  • Þorraþing Veðurfræðifélagsins

    Fyrirhugað er Þorraþing Veðurfræðifélagsins, en hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá félaginu af heimasíðu félagsins. Margt áhugavert í boði. Forsíðumyndin er klippt úr mynd Guðrúnar Nínu sem heldur fyrirlestur um vindröst við Hvarf.

    Þorraþing Veðurfræðifélagsins verður sett fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13:00 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9. Veðurfræðifélagið er opið öllum áhugamönnum um veður og veðurfræði og þingið sömuleiðis. Þema þorraþingsins er „veður og jöklar“ en einnig verða flutt almenn veðurerindi.

    Dagskrá þingsins:

    • 13:00 Inngangur
    • 13:05 Jöklar á Íslandi: jöklafræði, gagnaöflun og rannsóknir – Finnur Pálsson
    • 13:20 Einfalt líkan til þess að reikna afrennslisaukningu frá jöklum í hlýnandi loftslagi – Tómas Jóhannesson
    • 13:35 Orkubúskapur á íslenskum jöklum: mælingar og dæmi um niðurstöður – Sverrir Guðmundsson
    • 13:50 Afkoma Hofsjökuls 2008-2009 – Þorsteinn Þorsteinsson
    • 14:05 Samband veðurathugana í Eyjafirði og afkomumælinga smájökla í Svarfaðardal – Sveinn BrynjólfssonKaffihlé
    • 14:50 Rek hafíss í Austur-Grænlandsstraumi sunnan Scoresbysunds – Ingibjörg Jónsdóttir
    • 15:05 Ósonmælingar í Reykjavík 1957-2009 – Árni Sigurðsson
    • 15:20 Óveður – aðferð til að meta styrk og afleiðingar í óveðrum – Einar Sveinbjörnsson
    • 15:35 The Bergen Shelter – Marius O. Jonassen
    • 15:50 Hvasst við Hvarf – Guðrún Nína Petersen

    Ágrip erinda má finna hér

    Í leiðinni er rétt að minna áhugafólk um loftslagsbreytingar á áhugaverðan fyrirlestur um gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar sem Halldór Björnsson heldur laugardaginn 6. febrúar – Sjá Facebook síðu.

  • Tengill: Námskeið um Hlýnun jarðar

    Global Warming_coverEf einhver hefur ekkert að gera í jólafríinu og vill fá kennslu á háskólastigi, þá rákumst við hér á úrvals kennslumyndbönd eftir höfund bókarinnar Global Warming, understanding the forecast, David Archer.

    Sjá Global Warming, understanding the forecast – Video Lectures

    Þar má finna eftirfarandi kafla:

    • Intro
    • Heat and Light
    • Blackbody Radiation and Quantum Mechanics
    • Our First Climate Model
    • The Greenhouse Effect
    • What Makes a Greenhouse Gas
    • Greenhouse Gases in the Atmosphere
    • What Holds the Atmosphere Up
    • Why It’s Colder Aloft
    • Wind, Currents, and Heat
    • Ice and Water Vapor Feedbacks
    • Clouds
    • The Weathering CO2 Thermostat
    • Lungs of the Carbon Cycle
    • The Battery of the Biosphere
    • Coal and Oil
    • Oil and Methane
    • The Carbon Cycle Today
    • The Long Thaw
    • The Smoking Gun
    • The Present in the Bosom of the Past
    • Six Degrees
    • Hot, Flat, and Crowded
  • Tenglar: Veðurstofa Íslands

    vedurstofaÞað er óhætt að mæla með vefsíðu Veðurstofu Íslands fyrir alla sem vilja kynna sér gróðurhúsaáhrifin og loftslagsbreytingar. 

    Þar er fyrsta stopp síðan Loftslagsbreytingar en vinstri stika á þeirri síðu gefur möguleika á ýmsum undirsíðum, t.d. um gróðurhúsaáhrifin, afleiðingar þeirra og líklegar breytingar á Íslandi.

    Einnig má finna ýmsar upplýsingar um hvernig loftslag og veðurfar hefur verið á Íslandi frá landnámi og fram til 1800 og svo eftir 1800 en þar undir er farið í ýmsa þætti í veðurfari Íslands.

    Ein síðan fjallar um hvaða rannsóknaverkefni Veðurstofan tekur þátt í, í sambandi við loftslagsmál og má þar sjá undirsíður um t.d. Vísindanefnd um loftslagsbreytingar (þar eru tenglar yfir í skýrslu sem nauðsynlegt er að lesa fyrir áhugafólk um vísindin á bakvið loftslagsbreytingar – 11 Mb og 25 Mb). Einnig má finna þar upplýsingar um Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðanna (IPCC).

    Einnig er mjög áhugaverð fróðleikssíða sem gott er að skoða reglulega. T.d. var mjög áhugaverður fróðleiksmoli fyrir stuttu um það hvort hlýnun hefði hætt árið 1998.

  • Tengill: Gagnvirkt kort

    Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt kort þar sem farið er yfir helstu afleiðingar þess ef meðalhiti jarðar fer yfir 4°C eins og spáð er að muni mögulega gerast ef ekki verður gert almennilegt átak í minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda.

    Hægt er að skoða þetta kort í fullri stærð Hér

    Nánari upplýsingar um hvaða rannsóknir liggja til grundvallar þessu korti má finna á heimasíðunni Act On Copenhagen – Evidence