Þeir sem fylgst hafa eitthvað með umræðum um loftslagsbreytingar kannast eflaust við Monckton “Lávarð“, en við höfum minnst á hann hérna áður. Ósjaldan vísa “efasemdamenn” um hnattræna hlýnun í myndbönd eða greinar þar sem Monckton kemur við sögu – en útúrsnúningar og bjaganir á vísindarannsóknum virðast vera hans sérgrein. Allavega hefur hann engar loftslagsrannsóknir sem styðja gífuryrði sín. Þrátt fyrir það er hann fenginn til að halda fyrirlestra og til ráðgjafar um loftslagsmál víða um heim. Það er ráðgáta hvers vegna.
Nú hafa snillingarnir á Skeptical Science tekið saman gagnagrunn þar sem farið er yfir algengustu rök Moncktons og þau brotin niður til mergjar og leiðrétt. Smellið á myndinni hér fyrir neðan til að skoða mýtur Moncktons og rök gegn þeim:
Að auki er rétt að minnast á að nú nýverið var á BBC heimildamynd um “efasemdamenn” um hnattræna hlýnun, þar sem skyggnst var á bak við tjöldin. Svo skemmtilega vill til að Monckton kemur eitthvað við sögu í þessari heimildamynd og reyndi hann að fá heimildamyndina bannaða – en svo virðist sem efasemdamenn um hnattræna hlýnun séu frekar hrifnir af ritskoðun, eins og fjölmörg dæmi sanna. Heimildamyndin heitir samkvæmt áreiðanlegum heimildum Meet the Climate Skeptics, en erfitt hefur reynst að komast að eintaki sem hægt er að horfa á hér á Íslandi*. Hér fyrir neðan má þó allavega nálgast sýnishorn úr heimildarmyndinni, smelltu á myndina til að skoða sýnishornið:
*Ef einhver kemst að tengli þar sem hægt er að horfa á téð myndband, þá endilega látið vita – annað hvort í athugasemdum eða á loftslag@loftslag.is
Tengt efni á loftslag.is
- Er hitastig lægra en spár gerðu ráð fyrir?
- Abraham á móti Monckton
- Ósérhæfðir sérfræðingar
- Hrakningar Lord Monckton – 1. hluti
- Hrakningar Lord Monckton – 2. hluti
Þið eruð nú meiri gosarnir – Monckton er lávarður, það eru engar gæsalappir nauðsynlegar þar.
“Hnattræn hlýnun” á hinsvegar skilið að vera í gæsalöppum, því þegar það skrípi er notað, þá er það alltaf notað í meiningunni “Hnattræn hlýnun af mannavöldum sem við verðum að borga Al Gore og félögum skatta til að bjarga okkur frá ísbjörnum”
Annars sé ég að þið hafið skipt yfir í “loftslagsbreytingar” og því tilbúnir að kenna of lágum sköttum um hlýnun eða kólnun, meiri vindum eða minni, meiri úrkomu eða minni o.s.frv.
Ekki að það skipti öllu máli hvort hann er lávarður eða ekki, en skoðaðu samt þetta: Lords distance themselves from climate sceptic Christopher Monckton
Þú misskilur síðan alveg – bæði hnattræn hlýnun og loftslagsbreytingar hafa verið notuð jafnhliða í áratugi. Annað er hnattræn hitastigsaukning eins og mælt er með yfirborðsmælingum og gervihnöttum (hnattræn hlýnun). Hitt eru breytingar í loftslagi jarðar vegna hinnar hnattrænu hlýnunar (loftslagsbreytingar).
Skattar eru aftur á móti eingöngu ein leið af mörgum sem geta verið nauðsynlegar til að koma skikk á losun CO2 út í andrúmsloftið – alls ekki eina leiðin að mati okkar hér á loftslag.is.
Ekki ætla ég að þykjast þekkja til lávarðakerfisins í Bretlandi, en hann er það sem kallað er “the third Viscount Monckton of Brenchley”, sem gæti útlagst eitthvað í áttina að vera þriðji greifinn Monckton af Brenchley. En Monckton hefur m.a. sagt að hann væri hluti af lávarðadeildinni í Bretlandi, sem er ekki sannleikanum samkvæmt, en hér undir er svar The House of Lords varðandi það atriði:
Monckton hefur haldið ýmsu fram varðandi loftslagsmál og ekki síður varðandi eigin afrek, um það má m.a. lesa á sourcewatch.org, Christopher Monckton og á desmogblog.com, Christopher Monckton, svona fyrir þá sem vilja fá meira en bara þá tengla sem eru í sjálfri færslunni.
Hitt er svo annað mál Ármann Trausti, að þú virðist ekki hafa kynnt þér síðuna ýkja mikið (ef eitthvað) áður en þú ákvaðst að staðhæfa um okkar nálgun við loftslagsvísindin. Ég ráðlegg þér að kynna þér málin nánar áður en þú ákveður að fullyrða meira um okkar persónulegu skoðanir (gosar?) eða um hvað þessi síða fjallar um, sjá t.d. eitthvað um kenninguna og söguna hér, verði þér að góðu Ármann.
Ég rak líka upp stór augu þegar ég sá að þið höfðuð sett gæsalappir utan um lávarðstignina. Þetta eru forvitnilegar upplýsingar Sveinn Atli. Ætli Monckton lávarður sé falsgreifi? 🙂 Í skáldskap eru sölumenn snákameðula alltaf falsgreifar í einhverjum skilningi orðsins. Það er líka gaman að sjá hversu margir spekingar sem rata inn á síðuna ykkar eru duglegir að taka meðulin sín.
Talandi um snákameðul, þá hefur Monckton fullyrt að hann hafi fundið upp alveg einstakt lyf, sem samkvæmt honum virkar gegn ýmsum ólíkum sjúkdómum, eða eins og þetta er orðað á Lord Monckton’s Rap Sheet (þar sem ýmsar af hans fullyrðingum og mistúlkunum eru teknar fyrir):
Það má því segja að hann sé ekki við eina fjölina felldur, nóg að gera hjá honum, sjá nánar, Lord Monckton’s Rap Sheet.
Snákameðulin hans Moncktos má greinilega gefa við ýmsum öðrum kvillum.
Hér má horfa þáttinn Meet the Climate Sceptics á youtube.
Hluti 1 af 4
Hluti 2 af 4
Hluti 3 af 4
Hluti 4 af 4
Mjög áhugavert