Þótt ótrúlegt megi virðast vera, þá eru ýmsir sem taka mark á Christopher Monckton (Moncton “Lávarður”). Því ákvað einn samviskusamur vísindamaður að nafni John Abraham, sem er prófessor við verkfræðideild Háskólans í St Thomas, Minnesota að skoða hvað Monckton er að segja og hvort eitthvað sé til í því. Við mælum fyllilega með þessari glærusýningu – sem er virkilega afhjúpandi hvað varðar rökleysur Moncktons. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að skoða glærusýninguna (rúmlega klukkutíma löng):
Tengdar færslur á loftslag.is
- Hrakningar Lord Monckton – 1. hluti
- Hrakningar Lord Monckton – 2. hluti
- Hvað er rangt við þetta graf?
- Rökleysur loftslagsumræðunnar
Nú er einnig hægt að sjá þetta á YouTube, í styttri einingum, sem getur hentað mörgum betur. Búið er að skipta myndbandinu í 10, 8-10 mínútna hluta, hér má finna fyrsta hlutann; http://www.youtube.com/watch?v=QpOrjaWlC_E